Sunnudagur 25.11.2007 - 19:14 - 1 ummæli

Júlíus Vifill hefur orðið..

Hvernig væri nú að einhver mjög góður maður úr mínum ágæta flokki setti nálgunarbann á borgarfulltrúann Júlíus Vifil? Hann mætti þá ekki koma nærri fjölmiðlafólki en sem næmi 2,5 km. Svona cirka.

Ekki kannski alveg að marka mig en ég hef aldrei skilið hvernig hann hefur hlotið brautargengi í pólitík. Hef bara ekki hugmynd um fyrir hvað hann stendur.

Hann gerir flokknum óleik í hvert skipti sem hann opnar munninn. Eflaust góður maður á alla lund en þrá hans eftir sterkari stöðu innan flokksins er afgerandi. En vonin veikist sýnist mér í réttu hlutfalli við fjölda skoðana sem hann ætlar að hafa á orkuveitu útrásinni.

Ekkert er samt að því að skipta um skoðun. Það getur eflaust verið bráðhollt að reyna það einn daginn. En þá þarf viðsnúningurinn að vera bærilega ígrundaður og rökstuddur en í tilfelli Júlíusar er ekki verið að splæsa slíku á sig.

það bjargar honum kannski ekki en samt gæti verið gaman að fjölmiðlar myndu fylgjast með fleirum sem tengjast þessu klúðri og hafa skipt um skoðanir ótt og títt allt eftir því hvernig staða þeirra við kjötkatlanna hefur breyst.

Mér finnst skorta á það.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur