Föstudagur 30.11.2007 - 11:12 - 5 ummæli

Jón Arnór íþróttamaður ársins.

Nú líður að kjöri íþróttamanns ársins. Þetta kjör hefur ekki haldið fyrir mér vöku fram til þessa en nú sýnist mér stefna í að minn maður rúlli þessu bara upp.

Hef reyndar ekki lagt á mig mikla vinnu og rannsóknir á árangri íslenskra þetta árið en get ekki séð að neinn komist með tærnar þar sem Jón Arnór er með hælana.

Sem betur fer eru að galopnast augu fréttamanna fyrir því í hverskonar umhverfi drengurinn er að vinna. Körfubolti er ekkert jaðarsport eins og sumar aðrar ónefndar boltaíþróttir.

Jón Arnór spilar stórt hlutverk í liði í einni af bestu deildum Evrópu. Er sennilega þriðji launahæsti Íslenski íþróttamaðurinn á eftir Eið Smára og Hermanni Hreiðarssyni. Óli bróðir gæti verið símastúlka hjá honum!

Nei, nú verður erfitt að ganga framhjá honum. Geri mér auðvitað grein fyrir því að þetta kjör er ekki vísindalega unnið. Og þess vegna ekkert sem segir að sá besti vinni endilega því menn hafa misjafnar skoðanir á hinum og þessum greinum.

Treysti á fagmennskuna og þá vinnur minn maður.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Ómar Örn

    Það sem íþróttafréttamenn virðast einungis spá í eru þær íþróttir sem hægt er að horfa á í íslensku sjónvarpi…en ég styð þessa tillögu um Jón Arnór, hann ætti að vera löngu kominn með þennan titil og oftar en einu sinni!

  • Ómar Örn

    eftir að ég hugsaði örlítið meira þá kemur annar íþróttamaður inn í myndina og það er Ragna Ingólfsdóttir badminton kona, er númer 55 á heimslistanum og á góðann möguleika á því að komast á ólympíuleikana…

  • Kalli Jóns

    Þetta er nákvæmlega mín skoðun líka. Á heimsvísu er drengurinn að gera frábæra hluti sem vonandi verður tekið eftir.

  • Það eru tveir aðrir íþróttamenn sem koma fast á hæla hans. Birgir Leifur er annar og Ragna Ingólfssdóttir hinn. Og röðin er þessi..

  • Ómar Örn

    ég er samt á því að Ragna Ingólfs sé á undan Birgi Leif en ef allir væru sammála þá væri þessi veröld ansi leiðinleg 😉

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur