þá er tekist á um veitingu heiðurslauna ríkissins. Hljómar þetta ekki einhvernvegin undarlega, heiðurslaun ríkissins? Mér finnst það. Að þrasa um það að þessi fái en ekki hinn er eiginlega alveg út í hött. Mér vitanlega eru engar reglur til um það hvernig fara skuli með þessi heiðurslaun. Þetta er enn eitt dæmið um það […]
Þeir voru misglaðbeittir þjálfarar efstu liðanna í kvennahandboltanum eftir stórleik kvöldsins. Þjálfari sigurliðsins eðlilega heldur kátari en mátti þó ekki vera að því að gleðjast eftir leikinn heldur splæsti nánast öllu viðtalinu í að tala um dómara leiksins. Hann var hundóánægður og taldi sitt fólk misrétti beitt. Gott og vel. Hinn þjálfarinn hafði enn minni […]
Kristinn Jakobsson var í eldlínunni í gærkvöldi. Dæmdi evrópuleik hjá Everton fyrir fullu húsi. Stór stund fyrir hann persónulega því fótbolti er íþrótt númer eitt í heimunum. Kjötiðnaðarmaðurinn úr kópavogi er búinn að fara langa leið og grýtta til þess að komast á þennan stað. Mjög margir um hituna og þetta er því frábært. Hvernig […]
Settist fyrir framan sjónvarpið mitt í kvöld þegar ég kom heim. Vissi af fótboltaleik sem gæti beðið mín og þá er ég sáttur. Fiktið í fjarstýringunni leiddi mig á rás ríkissjónvarpsins. Þar var Egill með kiljuna. Þá varð fótboltinn að víkja. Mig minnir að einhverjir menningarvitar hafi verið að tuða yfir því að Egill þessi […]
Ég hlustaði á afskaplega geðþekkann mann frá siðmennt reyna að ræða við hlustendur bylgjunnar að morgni um það hvort kirkjan eigi að vera í skólum. Hlustendur voru margir reiðir honum en mér fannst margt sem hann sagði auðskilið og vel fram sett og hóflega. Biskupinn okkar er fremur stóryrtur í garð þessara samtaka finnst mér. […]
Þá er OECD enn og aftur að staðfesta að eitthvað er alvarlegt að í menntamálum okkar hér. Gott að sjá að Þorgerður Katrín hefur náð að safna kjarki og þorir að hafa skoðun á málinu. Síðast þegar sama stofnun mældi okkur svona þá sagði hún nefnilega að ekkert væri að marka, við værum svo sérstök, […]
Það er þetta með keppendurnar. Merkileg dýrategund. Hvað verður um keppendurnar á veturna? þeim ætti reyndar ekki að verða kalt, blessuðum. Svona búttaðar. Eintalan ætti þá að vera kepp….önd. Hljómar vel. Röggi.
Hvað ætli sé nú í fréttum? Jú Pútin heldur velli. Vesen hjá strætó. Og menn halda áfram að slást hingað og þangað. Svo er fjallað létt um að FL group eigi í vandræðum og þar verði skipt um forstjóra. Þetta er fréttin ef ég er spurður. Stórkuldugur verðbréfamiðlari er nú loks að fá það á […]
Sonur minn sjö vetra, Máni Freyr, er mikill snillingur. Fallegasta og besta barn veraldar auðvitað. Eins og öll önnur börn. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Börn eru heimspekingar. Vorum í einum af fjölmörgum bíltúrum okkar í gær þegar hann upplýsir mig um það að Guð hafi búið skýin til. Þá fórum við að ræða Guð. […]