Fimmtudagur 03.01.2008 - 19:06 - Rita ummæli

Hvað kom fyrir leikhússtjórann?

Hvað hefur komið fyrir leikhússtjóra leikfélags Reykjavíkur? Hvernig dettur honum í hug að taka gangrýnanda af boðsgestalista þó honum mislíki gagnrýnin? Þetta er ekki ein af hans sterkari ákvörðunum.

Hann segist ekki líða dónaskap í sínum húsum. Þetta finnst mér verulega hrokafullt. Jón Viðar stendur bara og fellur með sínum skrifum. Það er ekkert nýtt. Leikhússtjórinn leggur sig fram um að skilja ekki myndlíkingar sem Jón Viðar notar. Og reiðist kannski vegna þess að gangrýnandinn fagnar starfslokum hans. Er bannað að fagna þeim?

Skil hvorki upp né niður. Mér finnst þetta aumt hjá Guðjóni og óþarfa viðkvæmni. Hvað er næst? Á ég kannski á hættu að verða bannfærður fyrir þessi skrif?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur