Miðvikudagur 23.01.2008 - 13:52 - Rita ummæli

10% borgarstjóri.

Þær eru nú þegar farnar að heyrast raddirnar um að Ólafur eigi ekki skilið að vera borgarstjóri. Á þeim forsendum að hann hafi ekki nema rúm 10% atkvæða á bak við sig. Hver er heimspekin í því?

Framsóknarmenn hafa þurft að búa við þennan söng árum saman. Þeir hefðu svo mikil völd þrátt fyrir lítið fylgi. Þetta finnst mér eins og berjast við vindmyllur.

Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að þetta geti gerst er að breyta kosningakerfinu okkar algerlega. Og kannski að taka upp tveggja flokka kerfi. Það er ekki alvitlaust ef ég er spurður.

Danir hafa lengi notast við minnihlutastjórnir. Hvernig ætli það færi í þennan kór? Mér sjálfum finnst fullkomlega eðlilegt að sá aðili sem minna hefur fylgið í tveggja flokka samstarfi eða jafnvel þriggja fái þessa stöðu.

Eina leiðin til þess að tryggja eðlilegan styrk og jafnvægi milli minni og stærri í svona samstarfi er að skipta jafnt. Hitt endar annars líklega með ofbeldi þess sem meira á undir sér og því sjálfhætt.

Þess vegna hef ég illa getað skilið þetta tal. Virkar kannski eðlilegt á fyrstu en ekki ef dýpra er kafað.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur