Laugardagur 26.01.2008 - 23:10 - Rita ummæli

Meira væl.

Það er naumast að hann er styggur í dag hann Egill silfurkóngur. Væl skal það heita að vera á öndverðum meiði við hann þegar kemur að túlkun á atburðarás síðustu daga í borgarmálum. Spuni verður hér skammaryrði og það frá manni sem hefur atvinnu af því að spinna. Krefur menn um rökstuðning en styðst sjálfur við dylgjur. Var það ekki MaCarty sem þróaði þessa aðferð?

það er hans val að trúa ekki því sem Ólafur segir um ástæður þess að hann skiptir um samstarfsfólk. Miklu skemmtilegra að trúa því að maðurinn sé ekki fullkomlega heill á geði heldur en að hann hafi málefnalegan metnað í póltík.

Egill tekur bara ekkert mark á því sem maðurinn segir og þá hlýtur hann að hafa rétt fyrir sér og aðrir ekki. Þar af leiðir….

Merkilegt óþol sem þarna birtist. Læt ekki eftir mér að túlka það frekar.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur