Fimmtudagur 31.01.2008 - 22:17 - 2 ummæli

Hvað eru eðlileg laun?

Það væri synd að segja að forstjórar Glitnis væru vanhaldnir í launum og bónusum. Græðgi og spilling kemur upp í hugann. En ég veit ekki við hvern er að sakast beinlínis. Er einhver að svindla?

VG mun halda því fram að þetta sé afleiðing einkavæðingar bankanna. Þar á bæ er söknuður eftir ríkisreknu spillingunni sár. Hún þótti betri. Einkavæðing bankanna var nauðsyn þó mér finnist þeim ganga hægt að verða fullorðnir.

Varla ákveða þessir menn kjör sín sjálfir. Og ekki veit ég akkúrat við hvað á að miða. Sjötugföld laun verkamanna eða kannski hundraðföld. Þekki það ekki. Sumir munu alltaf bera meira úr býtum en aðrir. Þannig á það að vera.

Hvar mörkin eiga að vera hlýtur alltaf að vera umdeilt. Þessi kjör verða það pottþétt. Það er ekki þar með sagt að þau séu óeðlileg. Ég þekki engan sem ekki vill meira óháð því hvað aðrir fá.

Sama fólkið og fagnar því að Eiður Smári fái margar milljónir á viku fyrir það að spila fótbolta skilur ekki af hverju Kári Stefánsson fær talsvert færri milljónir útborgaðar og er hann þó með margt hálauna fólk í vinnu. Gildin eru stundum skrýtin.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Rómverji

    Hver er niðurstaðan? Hvernig verða þessi „laun“ til? Eru þau réttlætanleg?

  • Heimspekileg spurning. Sömdu þessir menn ekki um þessi laun við þá sem þeir vinna fyrir? Samanborið við mín laun eru þau rífleg í meira lagi en kannski ekki í samanburði við laun atvinnumanns í fótbolta.Ég veit ekki hvert rétt svar er? Og efast um að það sé til. Veist þú hvar mörkin liggja?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur