Fimmtudagur 31.01.2008 - 10:25 - 3 ummæli

Hver er sætastur?

Fegurðarsamkeppnir eru grafalvarlegt mál. Hávísindalegar og endanlegur dómur um fegurð, hið ytra allavega. Sigur í svona samkeppni getur rutt brautina hefði maður haldið. Eitt sinn fegurðardrottning ávallt fegurðardrottning.

Eða fegurðarprins kannski. Mér vitanleg hefur engin stúlka verið svipt titlinum til þessa en Óli Geir varð fyrir því. Ekki vegna þess að hann hafi ófríkkað eftir keppnina heldur vegna þess að hann þótti dónalegur í framgöngu í sjónvarpi.

Mér vitanlega var öllum sléttsama. Enda jafn erfitt að skera úr um það hver er sætastur og hver er dónalegastur. Engir staðlar til. Hvernig dómstólar komust að því að drengnum beri skaðabætur vegna þessa er mér hulin ráðgáta.

Er eitthvað í landslögum sem segir til um það hvernig standa skuli að fegurðarsamkeppnum? Og hver skilyrði skulu vera. Dómari hefur væntanlega horft á þættina og líkað vel.

Kannski mátti ekki svipta hann krúninni, veit það ekki. En samt finnst mér einhvernveginn hlægilegt að kæra. Og niðurstaðan.

Mannorðið er 500 000 króna virði.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • fegurðarsamkeppnin vissi af þessum þætti áður en hann tók þátt og þar að leiðandi absúrd að hann hafi verið sviptur þessum titli eftir á! Afhverju var honum ekki bönnuð þáttakan í fyrsta lagi?

  • Anonymous

    Málið er að hann var ekki sviptur titlinum vegna þáttarins, heldur var gefið í skyn að það væri vegna óreglu og slæmrar hegðunar og það að hann væri „slæm fyrirmynd“. Sviptingin og þær röngu fullyrðingar sem henni fylgdu voru metnar meiðandi og því eðlilegt að dæma honum bætur fyrir.

  • Anonymous

    500þús er nú meira en margir fá í skaðabætur fyrir að verða fyrir stórfelldri líkamsárás.Ég hef aldrei skilið þessar barsmíða- og mannorðs VERÐSKRÁ dómstólanna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur