Færslur fyrir janúar, 2008

Mánudagur 07.01 2008 - 10:11

Vingull dagsins.

Ég held að Dagur B Eggertsson sé haldinn valkvíða. Hann forðast að taka áhættur og virðist hræddur við óvinsældir. Þetta þrennt er sennilega það versta sem getur hrjáð stjórnmálamann. En hann er að mörgu leyti nokkuð hentugur pólitíkus. Ásjálegur og ímyndin skotheld. Getur malað endalaust út í eitt um flesta hluti. Einfaldir hlutir verða í […]

Sunnudagur 06.01 2008 - 13:07

Jón og séra Jón.

Auðvitað skiptir ekki nokkru hver á fjölmiðla. Jón Ásgeir reiddist starfsmönnum sínum af því að þeir birtu frétt um ferðalög hans og lúxuslifnað þeirra hjóna. Og það var eins og við manninn mælt. Ritstjóri visir.is sem alla jafna er glerharður og með munninn fyrir neðan nefið bráðnaði og setti nýtt met. Aldrei áður hefur leiðrétting […]

Laugardagur 05.01 2008 - 23:03

Sami rassinn undir þeim…

Það er ekki laust við að eitthvað sé minna loftið í mörgum vinstri manninum núna þegar kemur að því að félagi Össur liggur undir ámæli vegna þess hvernig hann fer með ráðningar. Hér sannast það sem ég hef of sagt. það er enginn munur á mönnum í þessu tilliti. Kannski finnst fólki heldur minna atriði […]

Laugardagur 05.01 2008 - 01:01

Pólitík á Bessastaði.

Hún er næsta taumlaus gleði vinstri manna yfir því að frambjóðandi þeirra, Ólafur Ragnar, ætli að sækjast eftir því að sitja lengur á Bessastöðum. Ólafur hefur aldrei verið minn maður þó hann hafi að mestu komist vel frá sínu. Afskipti hans af pólitík í embætti eru þó að mínu mati vanhugsuð. Af ýmsum ástæðum. Mér […]

Laugardagur 05.01 2008 - 00:25

Ráðherrar eiga ekki að vera þingmenn.

Ég hef mjög lengi átt bágt með að skilja af hverju við tökum ekki kaflann um þrískiptingu valds í stjórnarskránni alvarlega. Það er varla að nokkur maður hafi nefnt þetta að neinu gangi frá því Vilmundur gerði það forðum. Hann á enn talsvert í mér blessaður. Jú framsóknarmenn voru að nefna þetta lítillega en þá […]

Föstudagur 04.01 2008 - 23:48

Skemmtilegur Jón Viðar.

Ég hef áður lýst því að Jón Viðar gangrýnandi finnst mér ljómandi skemmtilegur. Ég sæki leikhús að vísu ferlega stopult en les allt sem karlinn skrifar með bestu lyst. Mér finnast greinar hans matarmiklar. Hann er að sönnu fremur neikvæður oft og þá getur hann orðið verulega kjarnyrtur. Súsanna Svavarsdóttir var í svipuðum vandræðum á […]

Föstudagur 04.01 2008 - 09:41

Kristján Möller samkvæmur sjálfum sér.

Nú er hamast á Kristjáni Möller. Af því að hann leyfir sér að reyna að hafa þá skoðun að að göng úti á landsbyggðinni skipti meira máli en sundabraut. Kemur þetta á óvart spyr ég. Hann er hér samkvæmur sjálfum sér og engin ástæða til þess að skammast yfir því. Hann hefur oft haldið því […]

Fimmtudagur 03.01 2008 - 19:06

Hvað kom fyrir leikhússtjórann?

Hvað hefur komið fyrir leikhússtjóra leikfélags Reykjavíkur? Hvernig dettur honum í hug að taka gangrýnanda af boðsgestalista þó honum mislíki gagnrýnin? Þetta er ekki ein af hans sterkari ákvörðunum. Hann segist ekki líða dónaskap í sínum húsum. Þetta finnst mér verulega hrokafullt. Jón Viðar stendur bara og fellur með sínum skrifum. Það er ekkert nýtt. […]

Þriðjudagur 01.01 2008 - 20:38

Siðlaus þjóð.

Við erum enn kotbændur á mörgum sviðum. Okkur leiðast reglur. Grundvallaratriði og prinsipp stundum við helst ekki. Í stað þess að hafa eina reglu sem gildir jafnt um alla alltaf og allsstaðar þá tökum við afstöðu frá einu atviki til annars. Þá koma við sögu hlutir eins og hvort einhver kunni hugsanlega að hafa verið […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur