Þriðjudagur 19.02.2008 - 10:42 - Rita ummæli

Ráðgjöf Jóns Ásgeirs.

Þá er Jón Ásgeir orðinn hagfræðingur og tekur að sér efnahagsráðgjöf handa þjóðinni. Byrjaði kannski ekki nógu vel því hann reyndi af öllum mætti að tala niður virði bankanna, gleymdi líklega að hann á eitt stykki sjálfur. Enda sendi hann fljótlega frá sér leiðréttingu sem mér sýndist hafa verið samin af sama ráðgjafanum og hefur samið skýringar fyrir gamla góða Villa. Misskilningur og rangtúlkanir allt saman.

Menn eins og Jón Ásgeir hugsa sjaldnast um neitt annað en eigin hag. Allt hróa hattar bull um hann og hans fólk er út í hött. Nú virðist honum að það gæti hentað honum að við smelltum okkur bara í evrópusambandið. Bara rétt sísona. Þá myndi allt lagast.

þetta sér hann eftir 6-8 mánaða erfiðleika í sínum rekstri. Nú má vel vera að loka niðurstaða hans sé rétt. En ég hef tilhneigingu til þess að efast samt því hann talar oftast bara fyrir sínum eigin hagsmunum og þeir eru eins og stundum áður skammtíma og breytilegir. Fagfjárfestar eins og hann sem hafa gert það að lífsstarfi að stunda skuldsettar yfirtökur eru ekki endilega bestu rágjafar sem völ er á.

Þessir gaurar eru búnir með fulltingi bankanna að koma sér og hugsanlega okkur öllum í erfiða stöðu. Þar réðu eingöngu gróðasjónarmið þeirra til styttri tíma í bland við sérkennilega spilafíkn held ég bara.

Fylgist spenntur með næstu spá Jóns Ásgeirs. Hlutirnir breytast hratt hjá svona aðilum og kannski verður eitthvað allt annað næst. Allt eftir því hvernig staðan er á eignasafninu skuldsetta.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur