Þriðjudagur 19.02.2008 - 12:52 - Rita ummæli

Tvíburapælingar.

Lengi lifir í gömlum glæðum. Marghættir tvíburarnir ætla að slá til enn eitt árið og spila fyrir FH. Get skilið þá að vilja finna sér eitthvern hobbý fótbolta og FH liðið spilar skemmtibolta að jafnaði.

Skil minna hvað Heimir þjálfari ætlar sér með drengina. Hef reyndar tröllatrú á Heimi. Mér heyrist þeir æfa heldur takmarkað ef fyrirkomulagið verður eins og undanfarin ár. Meiðsli eru þeirra millinöfn og fjarvistir vegna vinnu þekktar.

Hæfileikar þeirra eru líka alþekktir. Frábærir á sínum tíma og nú orðið alltaf af og til. Ég efast um að þetta verði nógu gott fyrir móralinn í liðinu. Hlýtur að vera svolítið sérstakt að þurfa að sitja á bekknum fyrir menn sem eru á sérsamningi sem felur í sér afslátt á undirbúningstímabili og fleiru.

Held þetta raski jafnvægi liðsins þegar líður á tímbilið. Þeir eru ýmist inni eða úti og von á þeim eða ekki. Vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér því þessir tappar eru á eðlilegum degi hreinir gleðigjafar á velli.

Áfram Valur.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur