Færslur fyrir febrúar, 2008

Föstudagur 08.02 2008 - 11:34

Meirihlutar.

Alveg væri það með ólíkindum taktlaust í þeirri stöðu sem nú er uppi ef vinstri grænum gæti dottið í hug að fara í glænýjan meirihluta með sjálfstæðismönnum. Hlýtur að vera freistandi að láta sjálfstæðismenn engjast í snörunni og fara alvarlega laskaðir í næstu kosningar. En ekki má vanmeta ylinn sem stólarnir veita. Sérstaklega hjá þeim […]

Föstudagur 08.02 2008 - 09:27

Landkönnuðir kýtast.

Kostuleg deila sem spjátrungarnir og landkönnuðurnir Ármann vinijettu höfundur og Sigurður A Magnússon standa í núna. Fréttablaðið gerir sér mat úr þessu í gær. Deilan snýst um það í grunninn hvor er meira aðal en hinn. Hver sé meira þekktur á Indlandi og hver hafi fyrstur numið þar land. Verulega fyndið að fylgjast með en […]

Fimmtudagur 07.02 2008 - 23:09

Kúnninn borgar sektina.

Þá hefur hæstiréttur komist að því olíufélögunum beri að greiða skaðabætur vegna samráðs. 70 milljónir eða svo. Er það ekki bara gott myndu flestir segja. Ég veit það ekki. Olíufélögin hafa áður greitt háar sektir vegna sama brots. Ég hef efasemdir um þá ákvörðun. Hvaða tilgangi þjónar það að leggja févíti á þessi fyrirtæki? Hvert […]

Fimmtudagur 07.02 2008 - 11:07

Græðgi og ónýtir stjórnmálamenn.

Flott frétt hjá Helga Sejan í kastljósi gærdagsins um REI ruglið. Var næstum búinn að skrifa skemmtileg uppryfjun en þetta er auðvitað ekki skemmtilegt. Sorglegt kemst nærri því. Stjórnmálamenn gera skýrslu um sjálfa sig og komast að þeirri niðurstöðu að vondir kaupsýslumenn hafi í raun platað allt og alla. Enginn hafi gætt hagsmuna OR í […]

Miðvikudagur 06.02 2008 - 15:01

Myndbirtingar.

DV hælir sér af því í dag að hafa gómað barnaníðing. Ekki fjarri lagi að myndbirting þeirra hafi hjálpað til, í þessu tilfelli. Og þess vegna eru myndbirting alltaf í lagi er það ekki? Ég efast stórlega um það. Almennt er ég á móti því að ritstjórar nýti sér upplýsingar sem þeir kunna að hafa […]

Þriðjudagur 05.02 2008 - 14:16

Sjónvarp Árni Johnsen.

Árni Johnsen er frá mínum bæjardyrum séð bjáni. Í besta falli. Duglegur bjáni en siðblindur. Kann þó galdurinn við að koma sér í mjúkinn hjá fólki fyrir austan fjall og kemst þannig á þing, ítrekað. Sá kjósendahópur hefur séð okkur fyrir hverjum furðufuglinum á fætur öðrum. Nefni engin nöfn. það er bara i einu sem […]

Mánudagur 04.02 2008 - 23:42

Kjaraviðræður.

Kristján verkalýðsleiðtogi af suðurnesjum var í viðtali í fréttum í kvöld, einhversstaðar. Hann er í fararbroddi í samningaviðræðunum sem nú standa yfir. Þær fara furðuhljótt. Enginn slagkraftur. Menn skella ekki einu sinni hurðum. Öðruvísi mér áður brá. Hann er orðinn þreyttur á snakki um hluti sem hann segir ekki koma málinu við. Pælingar um gjaldmiðil […]

Mánudagur 04.02 2008 - 12:25

Aðförin að Ólafi.

Ég er sennilega með sömu þráhyggjuna varðandi umræðuna um Ólaf F og Egill Helgason, í öfuga átt við hann þó. Ég veit ekki með hvaða augum menn lesa blöð og fylgjast með fjölmiðlum. En það er nánast frábært að halda því fram að fjölmiðlamenn hafi ekki haldið því að fólki að Ólafur hafi ekki aðeins […]

Mánudagur 04.02 2008 - 09:45

Kuldakast hjá Eiði Smára.

Þá er Eiður Smári dottinn aftar á merina en undanfarið. Góður dagur í hans fótboltalífi þýða 10 leikmínútur. Ef hann fær þá að klæða sig. Og það þrátt fyrir að stórstjörnur sú fjarverandi við skyldustörf í Afríku. Mín kenning er að Barcelona hafi ákveðið að reyna að stilla honum út í janúar gluggann og því […]

Sunnudagur 03.02 2008 - 17:23

Flottur Björn.

Ég fæ sennilega að heyra það að ekki sé mark takandi á því að mér þotti Björn Bjarnason jaðra við að vera glerfínn í silfrinu í dag. Skítt með það, kallinn var fínn. Lét sér hvergi bregða og svaraði því sem hann var spurður að, að mestu. Var nánast í stuði og með sitt á […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur