Miðvikudagur 02.07.2008 - 09:39 - 1 ummæli

Meiri forgjöf til Rúv takk.

það er erfitt að reka fjölmiðlafyrirtæki. Við búum í litlu samfélagi og slagurinn um auglýsendur harður. Samt freistast menn til að standa í þessu basli. Rekstrarumhverfi þeirra sem reyna er út í hött hér. Hvernig á að vera hægt að standa í eðlilegri samkeppni við ríkið?

Forstjóri 365 birtist í gær þungur á brún. Útlitið ekki bjart og engu líkara en að eigandi samsteypunnar ætli sér helst úr landi með þetta fyrirtæki eins og önnur í hans eigu. Þetta af business ástæðum en hin af því að honum leiðist að þurfa að standa reikninsskil gerða sinna eins og aðrir þegnar þessa lands.

Ég hef fullan skilning á þreytu þeirra sem eru að reka 365 í samkepnni við Rúv. Forgjöf samkeppnisaðilans er óþolandi og hefur verið alla tíð. Ríkið rembist við að halda úti rekstri sem einkaaðilar eru að gera vel. Til hvers er rás 2? Hvaða stórkostlega menningarhlutverki sinnir hún sem aðrir gera ekki?

Þess vegna var gaman að sjá að Páll forstjóri Rúv birtist beyðgur í gær og tilkynnti um uppsagnir starfsmanna. Ástæðan? Jú, hann vantar meiri forgjöf. Hærri afnotagjöld! Hann er greinilega búinn að steingleyma árunum þegar hann var hinu megin við borðið. Hann vill bara fá meira núna til að geta haldið áfram að reka fyrirtækið af myndarskap með tapi.

Ég gæti hugsanlega umborið þessa stofnun ef hún hætti að herja á auglýsendur. Ef við endilega viljum halda úti ríkisfjölmiðli þá eigum við að splæsa því á okkur en ekki reyna af öllum mætti að koma einkaaðilum fyrir kattarnef í leiðinni með því að slást um auglýsingar og rukka alla landsmenn í leiðinni um afnotagjöld.

Slíka samkeppni þolir enginn til lengdar.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur