Þriðjudagur 26.08.2008 - 11:20 - 3 ummæli

Lúðvík rukkar OR.

það er í sjálfu sér ekki flókið mál að þegar ég sel þér bílinn minn og þú borgar hann ekki að þá hef ég rétt til að grípa til allra ráðstafana til að innheimta skuldina. Kristaltært…

Hafnarfjarðarbær seldi OR hlut sinn í orkuveitu Suðurnesja. Allir kátir með það en svo kom babb í bátinn. OR mátti samkvæmt lögum ekki kaupa þennan hlut. Ekki vel gott en þannig fór um sjóferð þá. Eða hvað…

Ekki aldeilis því Lúlli bæjó tekur ekkert mark á svona úrskurðum og vill fá borgað. Er ekki lögfræðimenntaður en skil þetta ekki. Hafi menn gert þau mistök að setja ekki inn í samninginn fyrirvara um lögmæti þá stórefast ég um sú skylda hvíli meira á kaupanda en seljanda. Þessi viðskipti eru dæmd ólögleg og því ekki um nein viðskipti að ræða.

Komi í ljós að ég keypti bíl af þér sem þú áttir ekki eða gast ekki selt mér þá ætti, ef allt er eðlilegt að vera fjári harðsótt hjá þér að krefja mig um greiðslu fyrir ökutækið.

Ef niðurstaðan er önnur þá er eitthvað að.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Hafnarfj. á eignina og má selja.OR gerði fyrirvara um að ef þeir mættu ekki eiga, þá myndu þeir selja einhverjum öðrum.Nú fékk OR úrskurð samkeppnisyfirvalda að þeir megi ekki eiga.OR verður líklega að standa við samninginn og kaupa, en einnig að selja einhverjum öðrum nær samstundis, með tapi þá líklega.

  • Ehm… Það er standard regla að hafa samkeppnisákvæði í kaupsamningum, semsagt ef að samkeppnisyfirvöld heimila ekki kaupin þá ganga þau til baka. Ef að OR hefur ekki sett þannig ákvæði inn í kaupsamninginn þá verður fyrirtækið að standa við hann eða þá að rifta honum og greiða bætur. Það er svo sem í samræmi við önnur vinnubrögð Sjálfstæðismanna að þeir hafi af heimsku sinni gleymt að setja samkeppnisákvæði inn í kaupsamninginn…

  • Anonymous

    Það voru engin samkeppnisákvæði í þessum samningu og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það má heldur ekki gleyma því að þegar OR bauð Hafnfirðingum að kaupa hlutinn, þá lá fyrir kauptilboð frá öðrum aðila, þ.e. GGE um kaup á hlutnum á hærra gengi. Hafnfirðingarnir töldu hins vegar að hag bæjarbúa væri betur borgið með hlutinn inní almannaveitunni OR. Skaði bæjarins af þessi brölti OR mann er því augljós og ekkert sem OR getur skotist undan að taka ábyrgð á.Því má heldur ekki gleyma að Samkeppnislögin eru alveg skúr hvað þetta varðar. Yfirvöld geta í ákveðnum tilvikum ógilt samninga ef forsendur eru fyrri slíku en ákvörðun þeirra var ekki slík í þessu tilfelli og það sérstaklega áréttað í úrskurði þeirra.OR þarf að borga, það eina sem er vafamál með er hvort hafnfirðingarnir gefa þeim einhvern afslátt og láta sér nægja skaðabætur. Þær verða þó alltaf taldar í þúsundum milljóna króna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur