Föstudagur 05.09.2008 - 23:34 - 1 ummæli

Ekkifréttirnar um FL Group braskið.

Dögg Pálsdóttir kom sér í fréttirnar vegna bloggs um FL Group myndböndin. Merkilegt að hún skuli komast í fréttirnar fyrir það að blogga um fáránlega þögn fjölmiðla um viðskipti þessara manna.

Við sem höfum allan tímann reynt að benda á framkomu þessara manna höfum almennt verið talin með þessa menn á heilanum. Líklega persónulega í nöp við þá og gott ef ekki öfundsjúk. Auk þess trúlega sjálfstæðismenn og þá sjálfkrafa vanhæf.

Erfitt er að verjast þeirri hugsun að engu máli skipti að umræddir aðilar eiga fjölmiðla. kannski er bara heppilegra að trúa því að annað hvort metnaðarleysi eða leti ráði því fjölmiðlamenn fjalla ekki um hlutina..

Og svo hitt. það er kannski ekki sérlega viðfelldin hugsun að fá yfir sig hálaunaða lögfræðinga árum saman sem hafa það meginverkefni að sverta embættismennina og aðra sem um þessi mál véla heldur en að verjast ásökununum.

Auðvitað er víðáttusorglegt ef þessir viðskiptahættir eru eðlilegir og ekki er það minna dapurlegt ef hvorki fjölmiðlar eða lögregla og dómstólar leggja í slaginn.

Ég og þú erum nefnilega fólkið sem á endanum borgum brúsann…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Svo má ekki gleyma því að Dögg Pálsdóttir er á kafi í málarekstri vegna eigin skulda begna Spron ævintýrisins……

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur