Fimmtudagur 09.10.2008 - 10:29 - Rita ummæli

Ekki benda á mig.

Þau eru mörg mögnuð augnablikin þessa dagana. Eitt af þeim var í gær þegar Gunnar Smári Egilsson var tekinn tali á förnum vegi. Umræðuefnið var að sjálfsögðu ástand mála…

Gunnar Smári var að vanda með munninn fyrir neðan nefið. Röskur í tali laus við tilgerð. En það voru efnistökin sem vöktu furðu. Hann nánast las útrásarmönnum og bankaeigendum pistilinn.

Menn hafi farið offari og ekki gáð að sér og nú væri komið að skuldadögum. Allt satt og rétt en umræddur Gunnar var á kafi í miðju peningasukkinu. Virkur þátttakandi og örlagavaldur. Og þiggjandi líka.

Nú forða menn sér á hlaupum hver á fætur öðrum…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur