Föstudagur 17.10.2008 - 17:28 - 4 ummæli

Ritskoðun á stöð 2?!

Einar Már er grautfúll yfir þvi að fá ekki að skammast út í vinnuveitendur Sigmundar Ernis á stöð 2. Talar um ritskoðun og fer mikinn. Skil manninn vel en er í huganum að reyna að ryfja upp hvaða skoðun hann hafði á fjölmiðlafrumvarpinu…

það frumvarp var kæft af þeim sem mestra hagsmuna áttu að gæta. Persóna Davíðs var notuð óspart til að sverta það. Framganga 365 í baráttunni fyrir því að að drepa málið hefði ef allt væri hér með felldu átt að færa mönnum heim sanninn um gildi þess að koma málinu gegn.

Ólafur forseti kom svo og kláraði málið þegar hann neitaði að skrifa undir og tók fram fyrir hendurnar á þeim sem reyndu að koma í veg fyrir að auðmenn sem eiga hér allt kæmust í þá fáránlegu stöðu að geta líka átt fjölmiðlana.

Hvernig ætli sagan dæmi Ólaf sem hefur síðan þvælst um heiminn í einkaþotum eigenda þeirra fyrirtækja sem mest áttu undir þvi að fella furmvarpið? Varla hafa tengsl forseta við Sigurð G sem þá var að mig minnir forstjóri 365 skipt neinu í þessu samhengi??

Þessi gjörningur Ólafs er án efa vanhugsaðasti greiði sem nokkur forseti okkar stuttu sögu hefur gert. Hann sagðist vera að gera þjóðinni greiða en nú vita þeir sem ekki vildu vita þá að þjóðin þurfti ekki á þessum bjarnargreiða að halda.

Og nú er ljósið runnið upp fyrir Einari Má. Og kannski kviknar líka á perunni hjá þeim sem veittu vondu köllunum pólitískan stuðning allan tímann í viðleitni sinni til að klekkja á pólitískum andstæðingi.

Það er ekki bara slæmt að vera með stjórnmálamenn í seðlabanka. Þeir geta líka verið afleitir þegar þeir eru forsetar.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Þú varst sjálfsagt svekktur að hafa ekki fengið að greiða þitt atkvæði með frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvers vegna skyldi ekkert hafa orðið úr henni?

  • Anonymous

    Getur verið að nú farir þú of geyst?Finnst þér allt í lagi að Engeyjingar og co áttu alla fjölmiðla, sem áður kvað að einir?kv. S

  • Anonymous

    Laukrétt hjá þér Röggi.MbkGulli

  • Anonymous

    365 var ekki til sumarið 2004, þegar ÓRG neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur