Þriðjudagur 21.10.2008 - 10:01 - 8 ummæli

Ingvi Hrafn og silkihanskarnir.

það er ýmist í ökkla eða eyra. Silfurrefurinn Egill Helgason missti sig í vitleysu þegar hann fékk höfuðpaurinn í þjóðargjaldþrotinu í heimsókn til sín um daginn og í gær tók gamli strigakjafturinn Ingvi Hrafn á móti snillingnum.

Jón Ásgeir lék á alls oddi, brosti og var léttur. Enda ekki furða. Ingvi Hrafn var eins og maður sem hittir gamla kærustu á endurfundaballi. Vantaði ekkert annað en að hann ræki Jóni rembingskoss svo augljós var aðdáunin. Ömurlegt að horfa upp á þetta og án efa lægsti punkturinn hjá Ingva Hrafni lengi. Kallinn læddist um yfirborðið og passaði sig á að styggja ekki milljarðamæringinn enda hann í fullri vinnu við að bjarga því sem hann kallaði „eigur þjóðarinnar“. Þessar eigur eru í raun skuldirnar sem hann og hans líkar komu okkur öllum í með svívirðilegum viðskiptum árum saman. Þessar skuldir vildi bjargvætturinn kaupa af okkur um daginn fyrir 5 %. Er engum nóg boðið??? Þessar eigur/skuldir eru eina von þeirrra sem nú horfa fram á að tapa öllu sínu sparfé. Þær má ekki gefa.

Næst ætti hann að fá til sín feðgana sem hafa nú sett hvert fyrirtækið á fætur öðru á hausinn hér og eftirláta þjóðinni sinni að borga brúsann á meðan þeir rassgatast um heim allan að sinna fótboltafélögum sínum og öðrum arðbærum og vonandi skuldlausum fjárfestingum.

Við erum ekki öfundsverð af því hvernig menn hafa leitt okkur áfram í viðskiptum eftir að við opnuðum hér fyrir frelsið. Og ekki verður heldur sagt að fjölmiðlamenn okkar séu á vetur setjandi. það fólk kann eingöngu að tuskast í stjórnmálamönnum en annað hvort nennir ekki eða kann ekki að tala við þessa menn.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Anonymous

  Skil satt að segja ekki að menn séu að æsa sig yfir Yngva Hrafni.Allt sem hann hefur sýnt á ferli sínum segir allt um hvern mann hann hefur að geyma og andlega burði hans, réttlætiskennd og siðgáfu. Hverjum dettur annars í hug að horfa á þessa stöð?

 • Anonymous

  Ætlaði bara að segja það sama og nafnlaus; það er ekki eyðandi orðum á gamla skarfinn. Hann stimplaði sig út úr mínu prógrammi fyrir mörgum árum. Hversvegna í ósköpunum ertu að horfa á þetta??IH hefur ekkert lagt til málanna í mörg herrans ár.

 • Anonymous

  Hvar er Björgólfur Guðmundsson, höfuðorskök ófara ískensku þjóðarinnar.

 • Anonymous

  Ég sá þetta nú ekki allt en það sem ég sá var ótrúlegt klapp og bara eins og pantað viðtal. Augljóst hvaða póll er tekinn í hæðina á þessari stöð – forstjóri Haga er hjá Ingva í kvöld!

 • Skil nú ekki alveg þetta með höfuðpaurinn… Mér sýnist nú bjánaherinn sem kýs Sjálfstæðisflokknum beri höfuðábyrgð á því að almenningur er í stórum skuldbindingum fyrir Landsbankann (Kjartan Gunnarsson og co) í UK. Það er okkar stærsta vandamál. Það er kominn tími til að sparka þessu pakki út í hafsauga, Kjartani G, Davíð O, Geir H, Hannesi Hólmsteini og fl. Þetta lið hefur líklegast komist næst Mugabe í Zimbabve í keppnninni hvaða þjóðarleiðtogar ná að skaða þjóð sína mest. Ótrúlega aumingjalegt af Sjálfstæðismönnum (en reyndar alveg í karakter)að reyna að benda eitthvað annað en á sjálfa sig fyrst af öllum þegar ábyrgðin á þessu rugli er greind.

 • Við erum öll búin að ná því hvað þér finnst um Jón Ásgeir og hlut hans í þessum ömurlegu aðstæðum……..En nú væri gaman að fara fá þína hugmynd um hvaða ábyrgð ríkisstjórnin og seðlabankinn eiga í þessu málil

 • Anonymous

  Þó svo að ríkisstjórnin eigi mikla sök í þessu öllu saman þá má ekki gleyma að það er ekki bara einn sökudólgur í þessu máli. Til að setja heila þjóð á hausinn þurfa MARGIR að leggjast á eitt! Þetta viðtal er myndrænt tákn fyrir því hvað er að hérna á íslandi. Fjölmiðlar eru sumir hverjir alls ekki að standa sig, og allir þekkja alla, sem gerir að engum verður refsað, aldrei verður talað um hvað fór úrskeiðis og við lærum aldrei af reynslunni. Það er fáránlegt ef Jón Áskeiri tekst að tala sig útúr þessu og við lömbin gleypum bara við því sem hann segir. Hvar er gagnrýna hugsun landans?

 • Ég held að það séu í raun fáir sem gera sér ekki grein fyrir því að Jón Ásgeir eigi sína sök í því hvernig komið er fyrir okkur. En það er óþolandi þegar menn skella allri skuldinni 1 mann og sjá ekki hlut stjórnmálamanna og hinna auðmannanna. Þetta er blinda og óskhyggja ekkert annað.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur