Þriðjudagur 21.10.2008 - 16:13 - 4 ummæli

Er allt leyfilegt sem ekki er bannað?

Hér hamast margir við það að kenna stjórnvöldum um að dusilmenni áttu og ráku bankana. Eftirlit og reglur voru ekki nógu öflugar og þess vegna voru bankarnir misnotaðir. Við áttum þetta þá líklega skilið og sökin liggur ekki hjá þeim sem klúðruðu. Við áttum nauðgunina inni enda glannalega klædd og óvarlega…

Þetta er mögnuð söguskýring. Breska ríkisstjórnin er með bankana í gjörgæslu vegna þess að reglur og eftirlit gátu ekki komið í veg fyrir að svona færi. Og gott ef ekki nánast öll Evrópa..og bandaríkin. Svíar eru að dæla peningum núna en ekki dettur mönnum í hug að stjórnvöld séu vandinn.

Greinilega þarf þetta kerfi allt meira og strangara aðhald. Við vitum það núna eins og aðrir. Velti því samt fyrir mér hvort nokkrar reglur haldi aftur af mönnum sem vilja reka fyrirtæki sín illa eða fara óvarlega.

Við lifum í stóru alþjóðlegu lagaumhverfi þó sumir hér haldi að við séum einangraðir kotbændur. Fullkomlega er eðlilegt að dreginn verði lærdómur af þessu en algerlega er út í hött að kenna stjórnvöldum um. Síðan hvenær varð allt leyfilegt sem ekki er beinlínis bannað spyr ég enn og aftur?

Hverjum datt í hug að Guðmundur í Byrginu væri eitthvað annað en glæpamaður þegar hann fór óvarlega með peninga Byrgisins? Vissulega reyndist eftirlit með rekstrinum ekki fullkomið en glæpurinn lá ekki í eftirlitinu, hann lá í þjófnaðinum.

Sagan kennir okkur. þannig höfum við þróað með okkur reglur sem hafa breyst í tímans rás eftir þvi sem þekkingu hefur fleygt fram. Stundum höfum við þurft að fara erfiðu leiðina. það er heimsbyggðin að gera núna. Ekki bara Íslensk stjórnvöld heldur meira og minna allir.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Þetta er ömurleg og ósmekkleg samlíking.

  • Anonymous

    Þessi fyrirsögn lofaði góðu Röggi en pistillinn er um e-ð annað. Hélt að þú ætlaðir út í einhverja samanburðarlögfræði. Í skotveiðum er t.d. grundvallarreglan sú að allt er bannað sem ekki er leift sérstaklega. Undanþágur ráða því hvað má skjóta, engin vafaatriði. Pistillinn þinn er sumsé ekki um þetta. Þó að það sé augljóslega rétt hjá þér að kerfið allt þurfi meira og strangara aðhald þá er það aum smjörklípa að beina athyglinni frá Íslandi með því að segja að það sé kreppa alls staðar annars staðar líka. Þar er pistillinn þinn einfaldlega rangur í ákveðnum grundvallaratriðum. Hvernig má það t.d. vera að á meðal krafna IMF eru lagabreytingar og aðlögun laga um fjármálafyrirtæki að alþjóðlegu lagaumhverfi?Það er sumsé viðurkennt að lagaumhverfi og eftirliti hér heima var ábótavant, það var í því andrúmi sem bankakerfið varð 12falt stærra en efnahagur landsins án athugasemda. Það var einnig í því andrúmi sem bankarnir komust hjá því að greiða í tryggingasjóð. Það er því rangt að íslenska bankahrunið hafi „bara gerst“ lagaumhverfið var einfaldlega frumstæðara hér en annars staðar og því er ástandið á Íslandi verra nú en annars staðar.Pétur Maack

  • Anonymous

    Stjórnendur eru og eiga að vera dæmdir á grunnu árangri sinna rekstrareininga. Sjálfsagt er árangur stjórnvalda á Íslandi sögulega einn sá vesti í sögunni.Gjaldþrot, stefnunar og útfærslunnar er algert. Sagan mun dæma þá hart.Mikilvægt að skipta nú út og það er mikilvægt að við kjósendur gerum það bæði í prófkjörunum og við kjörborðið.Samlíkingin er ekki góð.

  • VÍST LÁ GLÆPUR GUÐMUNDAR Í BYRGINU Í EFTIRLITINUHvað er að þér Rögnvaldur??? Held það sé engin sem lætur sér til hugar koma að uppáhaldsþráhyggjan þín eigi ekki við rök að styðjastEn ófær Seðlabankastjóri, ófærari stjórnvöld og ófærasta fjármálaeftirlit hérna megin Alpafjalla eru ekki saklausir kórdrengir

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur