Þriðjudagur 02.12.2008 - 14:03 - 6 ummæli

Vá fyrir fjölmiðladyrunum.

Nú er þetta að vera smart. Hundtryggur lögmaðurinn Hreinn Loftsson er nú kannski að eignast skuldir Moggans og þar með eignir. Þá er þetta þægilegt. Fjölmiðlar eru þá á tveimur höndum hér. Því hlýtur að vera fagnað allt frá Bessastöðum til höfuðstöðva Baugs.

Í því þjóðfélagi sem við byggjum erum fjölmiðlar eiginlega ekki fjórða valdið. Miklu nær að kalla þá þriðja ef ekki hreinlega annað valdið enda spörum við okkur valdastigana hér með því að hafa engin skil á milli löggjafans og framkvæmdavaldsins. Sumir segja svo að framkvæmdavaldið ráði yfir dómstólum! Þá eru stigin enn færri.

Hér þurfum við að skera upp eða öllu heldur að hverfa til þess sem stjórnarskráin segir um þrískiptingu valds. Og gera svo aðra tilraun til að koma lögum um eignarhald á fjölmiðlum í gegnum Bessastaði.

Sjá ekki allir að þetta er orðið hlægilegt? Og þó varla því málið er alvarlegt. Ekkert þjóðfélag getur sætt sig við svona fjölmiðla umhverfi. Mogginn hefur reyndar staðið sig vel undir núverandi ritstjóra en ég get ekki séð að ef Hreinn Loftsson kaupir hann fyrir vin sinn Jón Ásgeir að Ólafur verði langlífur í sínu starfi.

Til þess er Ólafur of mikill fagmaður og virðist ekki láta múlbinda sig við eigendur eins og alsiða virðist hér.

Þetta má ekki ganga eftir.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Þú misskilur tilvísunina. Fjórða valdið, eins fjölmiðlar eru stundum kallaðir, kemur þrískiptingu ríkisvaldsins ekkert við, heldur vísar til stéttanna þriggja sem áttu fulltrúa á þingi í Bretlandi á 19. öld. Lávarður að nafni Carlyle benti á að fjórða stéttinn, blaðamenn, ætti ekki fulltrúa á þingi en væri þó valdameiri en hinar þrjár stéttirnar til samans.

  • Anonymous

    Skemmtilegir svona forpokaðir íhaldsmenn eins og Röggi.Þeir gera bloggið skemmtilegt

  • Anonymous

    Fjórða valdið er stundum til sölu eins dæmin sanna

  • Anonymous

    Hvað eruð þið að rugla.Ef það er svo að Hreinn Loftsson sé að kaupa sig iní árvakur þá er fréttamennska á Íslandi DAUÐ.Þá eru dagblöð landsins, öll tímarit, helmingur sjónnvarpsstöðva o.fl. á sömu höndum.Það eru voðaleg tíðindi. Ef þetta er tilfellið.Og þið röflið um pólitíska sýn Rögga. Skiptir það máli?

  • Anonymous

    Þetta er ekkert nýtt. Fréttarmiðlar á íslandi hafa aldrei verið frjálsir fyrr en netmiðlarnir komu. WAKE UP

  • Anonymous

    joðÞað má ekki gerast. Aldrei! Ef að fjölmiðlar hafa aldrei verið frjálsir eins og einn bréfritarinn segir, hvað gerist þá ef Baugsnáhirðin nær að gera þetta ætlunarverk sitt að veruleika?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur