Miðvikudagur 11.03.2009 - 14:31 - Rita ummæli

Fellur á silfrið.

Silfur Egils er áhrifamikill sjónvarpsþáttur enda eiginlega eini þátturinn sem ræðir stjórnmál og málefni líðandi stundar utan kastljóss, eða gerir tilraunir til þess. Egill virðist nefnilega ekki leggja nógu mikla vinnu á þáttinn sem verður æ yfirborðskenndari með hverjum sunnudeginum.

Venjulega byrjar ballið á því að fjórir aðilar sem algerlega hafa sömu skoðun og afstöðu tala saman. Kannski er bara ekki hægt að finna fólk sem er ósammála lengur en ólíkt er nú áhugaverðara að fylgjast með fólki skiptast á skoðunum heldur en þessa halleljúa moðsuða sem boðið er upp á nánast vikulega.

Nú síðasta sunnudag tók Egill ágætan mann tali. Eða ætti ég að segja að hann hafi boðið manni til sín til þess að tala við sjálfan sig. þar úttalaði maðurinn sig um málefni lífeyrissjóðs frá öllum hliðum og tók stórt upp í sig. Egill lét sér þetta vel líka og gerði ekki minnstu tilraun til þess að taka þátt í spjallinu með gagnrýnum hætti.

kannski er það tímaskortur eða fjármagns sem veldur því að Egill gerir enga tilraun til efast um málflutning viðmælanda sinna. Nema þegar hann sjálfur er persónulega ósammála. það er ódýrt finnst mér. Núna eru þær aðstæður í okkar þjóðlifi að mjög auðvelt er að taka menn af lífi án dóms og laga.

Þá verða fjölmiðlamenn að standa í lappirnar því ekki hafa allir heilu fjölmiðlana til að verja stöðu sína. Ekki er sjálfgefið að þeir sem æpa hæst og mest og stærst séu endilega með rétta sjónarhornið. þess vegna eiga fjölmiðlamenn aldrei að hætta að efast. Ég held að Egill sé hættur að stunda svoleiðis fjölmiðlun.

Árum saman var hlegið að ásökunum á hendur Baugsmönnum í þessum þætti en nú hefur það algerlega snúist við. Af hverju? Of oft er bara gárað á yfirborðinu. Rannsóknarvinna og alvöru fjölmiðlun látin lönd og leið.

Hann er í það minnsta meira og minna hættur að leiða saman fólk með andstæð sjónarhorn heldur fylgir frekar meginstraumum frá einum tíma til annars. það er líklega þægilegast og auðveldast í meðförum en mér finnst það metnaðarlaust og laust við þann kjark sem nauðsynlegur er hverjum fjölmiðlamanni.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur