Fimmtudagur 02.04.2009 - 19:25 - 8 ummæli

Flokkspólitísk búsáhöld.

Þá rumskuðu raddir búsáhaldabyltingarinnar. Nú loks kom að því að þolinmæði þess fólks brast aftur. Hvað ætli hafi raskað ró þess fólks?Ekki að ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir heimilin og atvinnulífið. Ekki að upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnar eru ekki gerðar opinberar. Ekki að vextir seðlabanka hafa ekki lækkað. Ekki að vanhæfir ráðherrar fyrri stjórnar sitja enn sem fastast sumir. Ekki að bankarnir eru lamaðir. Þetta eru smámunir.

Minnihlutastjórn ætlar sér að kröfu Framsóknar að traðka í gegnum þingið breytingum á stjórnarskrá í fullkominni ósátt við Sjálfstæðisflokkinn rétt fyrri kosningar þar sem kjörið tækifæri gefst til að spyrja kjósendur. þannig eru breytingar á grundvallarplaggi okkar samfélags ekki gerðar og þannig hefur það aldrei verið. Sjálfstæðisflokkurinn setur sig upp á móti þessari vinnutilhögun en vill styðja þann hluta sem auðveldar breytingar á stjórnarskrá í framtíðinni. Breytingum skal svo skotið til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu. það virðist bæði skynsamlegt og lýðræðislegt.

Núna 6 mínútum fyrir kosningar er þetta gert að aðalmáli á meðan heimili og atvinnulíf brenna. Þetta mál er nú notað til þess að þurfa ekki að koma með neinar tillögur enda virðast þær ekki til. Þetta má ekki bíða nýs umboðs frá kjósendum. þetta getur ekki beðið í nokkrar vikur. Allt annað skal víkja.

Sjálfstæðisflokkurinn tekur sér tima til að ræða þetta út í hörgul og því vilja raddir búsáhaldanna mótmæla. Sjálfur get ég ekki séð hvað er ólýðræðislegt við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi afstöðu í þessu máli. 50 ára hefð skal nú rofin til að þóknast Framsóknarflokki rétt fyrir kosningar.

Forráðamenn mótmælenda segjast eins og venjulega mótmæla í þágu þjóðarinnar sem vilji stjórnlagaþing. Merkilegt að þjóðin sem vill þetta þing svona ákaft geti alls ekki hugsað sér að styðja þann eina flokk sem leggur sig af metnaði eftir því að þetta þing komist á dagskrá.

Þau eru og voru flokkspólitísk mótmælin í byrjun árs og þau munu halda áfram að vera það. Litlu skiptir hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórn eða ekki. Það sannast daglega með skerandi þögninni sem ekki virðist rofna nema þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur skoðanir.

Ekkert í afstöðu Sjálfstæðisflokksins mun stoppa stjórnlagaþing og eða aðrar þær breytingar sem þjóðin mun vilja gera á stjórnarskrá. Allt tal um það er bara enn ein sjónhverfing ríkisstjórnar sem grípur hvert það hálmstrá sem hún getur til að dreyfa huga þjóðarinnar og leiða athyglina frá því sem skiptir máli akkúrat núna.

Hér er stormur í tómu vatnsglasi aðgerðaleysisríkisstjórnar.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Anonymous

    Áttu ekki betri mynd af þér?

  • Anonymous

    A: Þessi stjórn hefur þegar samþykkt lög um greiðsluaðlögun og afnám ábyrgðamannakerfisins er í undirbúningi. Eitthvað sem ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins sá sér ekki fært um að koma í verk.B: Ríkisstjórnin heldur vikulega blaðamannafundi þar sem að verkáætlun þeirra er kynnt og öll gögn eru aðgengileg á vef forsætisráðuneytins. Seinasta ríkisstjórn hélt ekki vikulega blaðamannafundi og raunar kom engum upplýsingum áleiðis um störf hennar sem þó voru nokkur.C: Seðlabankinn hefur lækkarð stýrivexti um 1%. Fullyrðing þín um annað er röng.D: Það er ekki hægt að færa sannfærandi rök fyrir því að bankastarfsemin væri í betra horfi ef að Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd. Flokkurinn hefur ekki lagt fram eina einustu þingsályktunar tillögu síðan að hann fór í stjórnarandstöðu sem að gæti liðkað fyrir endurreisn bankanna og núverandi ríkisstjórn gerði það aldrei að loforði að bankarnir yrðu komnir í eðlilegt horf áður en til kosninga kæmi. Einugis að tryggja þyrfti áframhaldandi rekstrargrundvöll þeirra og stuðla að endurreisn.Kv.Sigurður Jónsson

  • Anonymous

    asskoti vona ég að þú verðir svona duglegur blogga þær „6 mínútur“ sem eru í kosningarnar. Það er fínt að fá að sjá svona grímulaust hvernig línan úr Valhöll er lögð.Sigurður Jónsson stendur sig í að hrekja þessa vitleysu í þér. það væri synd að segja að þið hafið ekki fengið ykkar tækifæri. Fátt eins aumkunarvert eins og sjá liðsmenn sem hafa verið skipt út fyrir endurtekin afglöp og verma bekkin, emja á að þeir einir geti reddað leiknum og bendandi á hvað hinir séu lélegir.Það er hins vegar algjör nýlunda að sjálfstæðismenn séu fyrir pólítíska næturvinnu – hvað varð um kjörorðið „græða á daginn og grilla á kvöldin“???

  • Anonymous

    Sæll SigurðurA: Lög um greiðsluaðlögun eru bæði ómarkviss og munu ekki ná að þjóna nema örfáum aðilum. Ekki var staðið við breytingarnar á gjaldþrotum einstaklinga og það er í raun fyndið að ríkisstjórnin sé svo blind að halda að einungis 100-200 muni þurfa úrræði sem þessi.B: Vikulegir blaðamannfundir þjóna engu hlutverki ef verið er að ræða um kynjaða hagstjórn og bann við strippbúllum.C: 1% lækkun!!! Ertu ekki í lagi? Ertu búinn að finna einn aðila í þjóðfélaginu, annan en þig, sem kallar þetta lækkun?D: Ég verð að telja að ef fyrrverandi stjórn SÍ hefði verið við stjórn að þá hefðu a.m.k. tveir bankar staðið enn og þú getur ekki rökstutt annað.Kv.Sveinbjörn

  • Alveg sama hvernig ég reyni þá fæ ég mig ekki til að skilja hvernig svona vel gefinn maður eins og þú getur breysts í rakinn fávita þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar… Ég nenni ekki að copy/paste allt helv.. draslið sem þú skrifaðir, þannig að hér er svarið við 1. málsgrein:Það sem raskar ró minni er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli setja sig upp á móti vilja 70% þjóðarinnar sem vill stjórnlagaþingÞað sem raskar ró minni er að hroki þeirra skuli vera svo mikill að þeir skuli voga sér að tala um að það sé verið að svíkja alþingi um rétt sinn til að setjast að skriftir á nýrri stjórnarskráFyrir utan mannréttindakaflann hefur nánast ekkert verið gert nema 31.gr hefur verið breytt margoft…Og það vill svo til að 31.gr fjallar um kosningar og kjördæmaskipan.Skemmtileg tilviljun að þingflokkarnir skuli hafa tryggt sér sætin sín á alþingi enn betur með hverri einustu breytingu þeirrar greinarVissir þú Röggi að íslenska þjóðin hefur ALDREI fengið að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga? Aftur og aftur hefur þingið leyft sér að breyta stjórnarskránni OKKAR án þess að bera þær undir þjóðinaÞað sem þú vilt að við sameinumst um að mótmæla eru afleiðing vanhæfni ríkisstjórna sl 20 ára og kannski full frekt að ætlast til þess að ríkisstjórn sem skipuð er til 3ja mánaða leiðrétti drullumall síðustu 20 ára. Það eru kosningar eftir rúmlega 3 vikur… algjör óþarfi að leggja alla þá vinnu sem fór í að losna við þína menn og samfó á sig aftur vitandi að þessi stjórn er að fara fráSjálfstæðisflokkurinn vill ekkert stjórnlagaþing. Lýðræðisleg stjórnarskrá þýðir að þeir þurfi að sjá á eftir þeim völdum sem þeir hafa tryggt sér og þeir láta það ekki af höndum möglunarlaust.Má ég minna þig á að á meðan landið var að brenna og þjóðin nánast öll örvæntingafull í óvissu sinni um framtíðina skilaði þinn flokkur sér inn í þingsali eftir óralangt jólafrí mitt í bálinu og eyddi fyrsta starfsdegi þingsins í að reyna að sannfæra þingheim um ágæti þess að selja áfengi í BónusOg ég nenni ekki að tjá mig um þetta þreytta „flokkspólitísk mótmæli“ röfl…. Þér er óhætt að fara að horfast í augu við það svona hvað úr hverju að það eru fullt af fyrrverandi Sjálfstæðismönnum hérna úti.Fólk sem er ofboðið

  • Sveinbjörn: „D: Ég verð að telja að ef fyrrverandi stjórn SÍ hefði verið við stjórn að þá hefðu a.m.k. tveir bankar staðið enn og þú getur ekki rökstutt annað.“Þetta eru alveg sláandi léleg rök. Út frá sömu rökum þá get ég áætlað að ef fyrrverandi stjórn SÍ hefði ekki verið við völd þá hefði ekki allt bankakerfið hrunið. Gengur ekki upp.Röggi: Bíddu..Síðast þegar ég vissi þá sagðirðu að búsáhaldabyltingin væru skipulögð af Vinstri Grænum. En núna er hún allt í einu að styðja málefni Framsóknarmanna. Það er ótrúlega skemmtilegt hvernig þú hefur aldrei fyrir því að færa rök fyrir neinu. Ég þekkti amk. 10 manns og þar með talið mig, sem fóru á mótmælin og enginn af okkur styður VG. Það eitt og sér er nóg til að fella þessa kenningu þína. Eða ertu með einhverja nákvæma prósentu hversu margir stuðningsmenn VG voru í mótmælunum – og ef svo er, mætti ég spyrja hvernig þú fékkst hana út? Ég ætla að leyfa mér að giska að eina ástæðan fyrir því að þú heldur að VG stóðu fyrir mótmælunum sé vegna þeirrar staðalmyndar að einungis vinstri fólk mótmælir. Það má vel vera að vinstri menn hafi e.t.v. verið duglegri að mótmæla í gegnum tíðina – kannski vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið svo lengi við völd. En ekki gleyma því að stuðningur við fyrrverandi ríkisstjórn var um 20% og því á ég bágt með að trúa að einungis vinstri menn hafi verið að mótmæla.Eitt að lokum – þú ættir kannski að reyna svara líka fólki sem kommentar hjá þér. Ég veit að það getur verið erfitt þar sem þú ert oft (að mínu mati) með slakan málflutning og engin rök en ég meina, þú getur reynt. Það er líka enn verra þegar þú hreint og beint lýgur í blogginu þínu, sbr. færsluna þar sem þú fullyrtir að meirihluti landsmanna væru á móti aðildarviðræðum. Ég leiðrétti þá fullyrðingu með vísun í heimild en þú kaust ekki að svara henni né leiðrétta bloggið.Góða nótt.

  • Aðildarviðræðum við ESB átti þetta að vera hér að ofan.

  • Anonymous

    RöggiVarðandi flótta kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum þá hef ég þetta að segja við þig og þína líka:Ég held þú skiljir ekki alveg afstöðu kjósenda Sjálfstæðisflokksins og orsakir þess að menn flýja flokkinn eins og sökkvandi skip núna.Davíð Oddsson og stefna heimavarðarliðsins, náhirðarinnar og Skrýmsladeildarinnar varð ofan á í gjaldmiðils og Evrópustefnu flokksins.Það var rothöggið.Það þýðir bara eitt. Menn dæmdu sig og flokkin úr leik sem leiðandi stjórnmálaafls og geta því bara kennt sjálfum sér um.Ég hef ALLTAF kosið X-D fram til þessa en það á ég ekki von á að gera aftur.Bjarni Ben brást og skipti um skoðun varðand grundvallaratriði sem gætu komið þjóðinni á fæturnar á nýjan leik.Ég er tilheyri hópi manna, 25-30 sem hittast einu sinni í viku og allir höfum tilheyrt Sjálfstæðisflokknum og stefnu hans. Núna eru aðeins 2 úr hópnum sem ætla sér að kjósa flokkinn í komandi kosningum!Flestir okkar koma til með að kjósa Samfylkinguna vegna afstöðu hennar gagnvart ESB og evrunnar. Annað er bara ekki raunhæft hér á landi úr því sem komið er.Ástæða þess að menn geta ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er fyrst og síðast niðurstaða Landsfundar flokksins um standa vörð um krónuna og afstaðan til ESB.Allir rekum við fyrirtæki og enginn okkar sér neina aðra leið til að koma í veg fyrir gjaldþrot og uppsagnir en skipta um gjaldmiðil og lýsa yfir að menn ætlis sér STRAX í viðræður við ESB um aðild.Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því okkur en við ekki honum. Flokkurinn fer gegn hagsmunum almennings til að verja hagsmuni fárra útvaldra sem eiga orðið flokkinn.Þetta sjáum við svo vel.Annað atriði er hvernig blásið var á Endurreisnartillögur flokksins og allir þeir sem nálægt þeim komu niðurlægðir opinberlega.Þetta eru raunverulegar ástæður þess að menn flýja flokkinn. Við getum horft framhjá ýmsu einsog klúðirinu við einkavæðingu bankana og allri spillingunni sem tengist flokknum (af nógu er að taka).Menn verða þora horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er en ekki berjast við vindmillur líkt og nú er verið að gera.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur