Færslur fyrir apríl, 2009

Miðvikudagur 15.04 2009 - 09:23

Kannski stigsmunur en ekki eðlis.

Sér einhver eðlismun á því hvernig Samfylking fékk styrki og á þeim styrkjum sem Sjálfstæðisflokkur fékk? Menn geta hártogað upphæðir og samsæriskenningar um tengsl og mútur ef menn hafa nennu til eins og Gunnar Helgi og fleiri hlutlausir sérfræðingar hafa gert. Þeir sem ekki sjá tengsl milli styrktaraðila Samfylkingar og flokksins er meira en blindir. […]

Miðvikudagur 08.04 2009 - 11:48

Styrkurinn

Ég hef aldrei farið leynt með þá skoðun mína að fjármál stjórnmálaflokka eigi öll að vera uppi á borðum. Allt leynimakk í þeim efnum er afleitt. Fréttastofa stöðvar 2 segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegið stórfé frá Fl group rétt áður en reglum um fjármál flokkanna var breytt. Ég ætla rétt að vona að þannig sé […]

Mánudagur 06.04 2009 - 14:18

Um fjölmiðlalög.

Nú fer kannski að verða svigrúm fyrir umræðu um fjölmiðlalög. Staðan er nenfilega þannig að fleiri en bara einkavinir Samfylkingar og forsetans eru að eignast fjölmiðla. Þá verður þörfin væntanlega knýjandi. Liðið sem hefur ekki mátt heyra minnst á misnotkun fjölmiðla árum saman í þágu eigenda sinna vaknar nú upp við vondann draum. Og ástæðan; […]

Mánudagur 06.04 2009 - 11:03

Ögmundur talar um samstarfið við IMF.

Félagi Ögmundur fór mikinn í morgun. Uppveðraður eftir heimsókn sérfæðinga sem allt vita og halda því fram að gjaldeyrissjóðurinn sé vondur samstarfsaðili. Heimir og Kolla fengu heilbrigðisráðherra til að galopna sig. Málflutningurinn minnti á gömlu góðu dagana í stjórnarandstöðunni. VG er og verður á móti þessu samstarfi og finnur nú vind í seglum. Þetta er […]

Laugardagur 04.04 2009 - 23:52

Óþol Egils Helgasonar.

Egill Helgason er að verða eins og stofnun eða móðguð prímadonna sem þolir enga mótstöðu eða gagnrýni. Núna kallast þeir varðhundar sem leyfa sér að benda á að aðstoðarmaður Evu Joly hefur fyrirframskoðanir sem hann hefur ekki hikað við að básúna. Egill Helgason er orðinn hálgerður varðhundur sjálfur fyrir allt sem snýr að Evu Joly […]

Föstudagur 03.04 2009 - 11:41

Höfundur peningamálstefnunnar í bankann?

það væri auðvitað mjög sérstakt að sjá Má Guðmundsson í hlutverki seðlabankastjóra. Hann var gagnrýndur í kaf á sinum tíma þegar hann var hagfræðingur bankans. Menn fundu stefnu hans og bankans allt til foráttu og fátt hefur breyst í þeim efnum. Maðurinn sem fann upp peningamálastefnuna sem unnið hefur verið eftir í bankanum og margir […]

Fimmtudagur 02.04 2009 - 19:25

Flokkspólitísk búsáhöld.

Þá rumskuðu raddir búsáhaldabyltingarinnar. Nú loks kom að því að þolinmæði þess fólks brast aftur. Hvað ætli hafi raskað ró þess fólks?Ekki að ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir heimilin og atvinnulífið. Ekki að upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnar eru ekki gerðar opinberar. Ekki að vextir seðlabanka hafa ekki lækkað. Ekki að vanhæfir ráðherrar fyrri stjórnar sitja enn […]

Fimmtudagur 02.04 2009 - 09:28

Snúist til varnar Borgarnesræðum.

þær stöllur Rannveig Guðmundssdóttir og Kristrún Heimisdóttir birta grein í Mogganum í morgun. Þessari grein er ætlað að vera varnarræða fyrir Borgarnesræður Ingibjargar Sólrúnar forðum. Litlu skiptir þó þær lesi djúpa heimspeki út úr guðspjallinu. Ferðalög Ingibjargar í Borgarfjörð mörkuðu upphaf varðstöðu stjórnmálaflokks með fólki og fyrirtækjum sem reyndust dýru verði keypt. Á þeirri vegferð […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur