Föstudagur 11.09.2009 - 12:23 - 2 ummæli

Ætlar ríkisstjórnin að styðja nýtingu auðlinda?

Mikið verður gaman að sjá hvernig vinstri stjórnin tekur á sameiginlegum hugmyndum SA og verkalýðshreyfingar um stóryðju og virkjanir. Ríkisstjórnin hefur einna helst séð lausnina í tómum vösum skattgreiðenda bæði einstaklinga og atvinnulífs. það hefði auðvitað ekki átt að koma nokkrum manni á óvart.

Ef Steingrímur og Ögmundur réðu værum við öll skattpíndir ríkisstarfsmenn í umsjá þeirra sjálfra. Það má ekki verða enda þótt misheppnað regluverk og eftirlit og meingallaðir einstaklingar hafi komið óorði á frelsi einstaklingsins.

Vonandi vakna stjórnvöld af mjög værum blundi sinum og taka til við að hlusta á þá sem finna hitann af atvinnuleysinu og aðgerðaleysinu og vanefndu loforðunum. Og kannski stefnir enn á ný í að VG verði að kokgleypa grundvallarsjónarmið sín um að ekki megi fyrir nokkurn mun koma upp stóryðju eða nýta auðlindir þjóðarinnar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Held að nú segi kjósendur VG hingað og ekki lengra. Steingrímur J. Sigfússon er búinn að vera hækja undir Samfylkingunni frá því hann skrifaði undir stjórnarsáttmálann við Samfó.* ESB: VG búnir að ganga á bak orða sinna þar.* Icesave: VG búnir að ganga bak orða sinna þar* Virkjanamál: Helguvík í höfn, það þýðir virkjun neðri þjórsá.* Fiskveiðikvótinn. VG breytti engu þar. Sviku sína kjósendur.* Gegnsæ stjórnsýsla. Engum dylst að stjórnin hefur farið meira á bakvið almenning í þessu landi en fordæmi eru fyrir.* Faglegar mannaráðningar. Nú er búið að ráða Einar Karl tvisvar sinnum ólöglega til óskilgreindra verkefna á nokkrum mánuðum. Allt annað í þeim dúrnum.Í Stuttu máli sagt stendur ekki steinn yfir steini í stefnuskrá VG og þess sem þeir hafa framkvæmt. Kannski að kjósendur þeirra séu þannig fólk að það vill láta segja sér eitt, en horfa svo upp á eitthvað allt annað gerast. Ef svo er, þá er ekki líklegt að byrlega blási fyrir íslensku þjóðinni á meðan þessi ríkisstjórn situr.

  • Anonymous

    Hvað er stóryðja?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur