Fimmtudagur 17.09.2009 - 12:41 - 1 ummæli

Hún er samt ekki að standa sig

Þá er búið að ræsa út lið til að telja þjóðinni trú um að Jóhanna Sigurðardóttir sé að standa sig í stykkinu. Hrannar aðstoðarmaður ritaði merka grein þar sem hann sagði að víst væri hún til staðar og gengi til verka dag hvern og hefði gert í marga mánuði. Ég held að enginn sé að tala um að Jóhanna sé slöpp að mæta til vinnu en það er bara ekki það sama og að standa sig í vinnunni.

Hver maður sér að hún er ekki sá leiðtogi sem spunasnillingar Samfylkingar töldu hana verða. Hún er bara á röngum stað á rándýrum tíma fyrir okkar þjóð. Við þurfum meira en bara góðhjartaðan embættismann sem finnst best að vinna sín mjúku störf í kyrrþey. Nú um stundir er ekki mikið um mjúk störf í boði fyrir forsætisráðherra. Núna þurfum við sterkan leiðtoga með sannfæringarkraft sem nær út fyrir veggi stjórnaráðsins.

Hann þarf ekki endilega að vera haldinn fjölmiðlasýki eins og Ólína Þorvarðardóttir talar um en fjölmiðlafælni er án efa ekki valkostur í þeirri stöðu sem við erum í núna. Það er held ég hverjum manni alveg ljóst að það er hluti af skyldum forsætisráðherra að sinna samskiptum við erlenda leiðtoga og erlendum fjölmiðlum og líklega aldrei sem nú. það einfaldlega ræður Jóhanna ekki við alveg sama hversu oft okkur verður sagt eitthvað annað.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur