Miðvikudagur 30.09.2009 - 22:14 - 4 ummæli

Hvaða leik er Ögmundur að leika?

Það eru ekki ný tíðindi að ég botni hvorki upp né niður í Ögmundi Jónassyni. Nú ber reyndar svo við að ég skil hann til hálfs. það er þegar hann færir að mínu viti mjög sannfærandi og aðdáunarverð rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að víkja úr vinstri stjórn Jóhönnu áður en hún ákveður að fullkomna Icesave klúðrið án þess að gera tilraun til að verja hagsmuni okkar. Þetta skal gera án þess að alþingi komi þar að eins og reyndar var reynt í upphafi.

Ögmundur er eins og rómantískt barn þegar hann talar um að hann hafi haldið að þessi ríkisstjórn snérist um gagnsæi, virðingu fyrir lýðræði og að standa vörð um þingræðið. Nú hefur honum endanlega orðið ljóst eins og okkur mörgum öðrum að það er auðvitað ekki þannig. Þessi ríkisstjórn snýst um að vera áfram ríkisstjórn og að halda öðrum frá.Annað er minna áríðandi.

Þetta getur byltingarmaðurinn og hugsjónaljónið Ögmundur ekki búið við lengur. Öll hans prinsipp í stærstu málum sögu okkar lands eru þverbrotin í ríkisstjórninni sem hann kvaddi í dag. Allt er þetta virðingarvert og til eftirbreytni og hann maður að meiri svo langt sem það nær.

En það er svo það sem Ögmundur segir næst sem ég skil trauðla. Hann er enn stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og mun hugsanlega greiða atkvæði með því sem nú verður til þess að hann víkur úr stjórn. Ragnar Reykás hefði ekki getað kokkað upp annan eins snúning og hringavitleysu.

Miðað við einkunina sem hann gefur vinnubrögðum Jóhönnu og Samfylkingu er þetta allt með algerum ólíkindum og mig grunar að margt sé hér ósagt og ekki til lykta leitt og það er alveg víst…

…að margir í VG sjá nú raunverulegan möguleika á að einhver annar en hinn leiðitami Steingrímur J leiði flokkinn og haldi í heiðri gildum sem flokkurinn hefur haft svo mikið fyrir að koma sér upp.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Hér kristallast hugsunarháttur Sjálfstæðismannsins á magnaðan hátt.Sjálfstæðismaðurinn lítur á pólitík eins og skák; eins og leik sem er spilaður til sigurs eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Hér getur Röggi ómögulega skilið hvaða „leik“ Ögmundur er að leika, enda gerir heimssýn hans ekki ráð fyrir því að pólitíkusar geri hluti einfaldlega samvisku eða sannfæringar sinnar vegna. Allt hlýtur að vera einhverskonar leikur í skákinni sem heitir pólitík.Og þetta er líklegast ástæðan fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn er einn langlífasti flokkur landsins, og sá sem hefur verið lengst við völd. Sjálfstæðismenn eru ótrúlega góðir í íþróttinni pólitík. Þeir kunna reglurnar, vita hvað virkar best til að afla atkvæða, hvernig best er að eiga við innanbúðarátök og svo framvegis.En það að vera góður í pólitík sem íþrótt segir ekkert um það hvort stefnur þínar og áherslur séu sannarlega í þágu allra landsmanna.

  • Anonymous

    Skák er friðsamleg íþrótt. Stjórnarflokkarnir líta á stjórnmál sem hernað. Liðhlaupar eru skotnir.http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2009/10/1/veikur-flokkur-brotnar-undan-alagi/

  • Algjörlega sammála þér Röggi. Gunnar Helgi Kristinsson segir í viðtali við visir.is að Ögmundur hafa einkennilega afstöðu til þingræðisins. Með tvo flokka í ríkisstjórn „er ekki hægt að hafa það þannig að það sé síðan bara valkvætt fyrir einhvern hluta flokksins hvort hann vill vera með eða ekki þegar eitthvert leiðindamál kemur upp.“Þetta sé gert til að ríkið á hverjum tíma búi við sæmilega styrka stjórn. „Mér finnst vera einhver hola í þessum málflutningi hjá Ögmundi,“ segir Gunnar.Hugsandi fólk HLÝTUR að velta því fyrir sér hvaða leik Ögmundur er að leika ef hann er ekki bara að fría sjálfan sig.

  • Anonymous

    …hann sagði nánast berum orðum í Kastljósi í gær að hann væri ekki reiðubúinn að skera niður í heilbrigðiskerfinu skv. óskum AGS. Það er mjög skiljanlegt ástæða. Vandinn er að það má ekki fréttast að AGS stýri fjárlagagerðinni.Icesave hlýtur að vera aukaatriði því það snýst um þingstyrk en ekki ríkisstjórnina og ÖJ situr áfram á þingi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur