Mánudagur 19.10.2009 - 11:07 - 4 ummæli

VG og Samfylking finna flöt.

Þá er það ákveðið.

Við göngumst inn á allt sem að okkur er rétt í Icesave og þrek forystumanna okkar á þrotum. Eða ætti ég kannski að segja forystumanns okkar því Steingrímur hefur staðið einn í stafni og ekki að undra að af honum sé dregið.

Fátt kemur mér orðið á óvart í pólitík en ég er þó gersamlega bit yfir þanþoli ginsins á Ögmundi og félögum. Engu skiptir hversu stór bitinn er, öllu er hægt að kyngja til að halda í stólana.

En díllinn er er ljós. Samfylking fær að spila sóló í sínu sem er skilyrðislaus undangjöf og hlýðni svo við getum gengið í ESB, sem þjóðin vil reyndar ekki, og VG fær að sinna sínum sérmálum sem er að tefja fyrir atvinnuuppbyggingu og mögulegum virkjunum og álversframkvæmdum.

Kannski hef ég rangt fyrir mér í spádómum minum um endalok þessara stjórnar. Flokkarnir virðast hafa fundið fínt jafnvægi sín á milli og geta dundað sér við áhugamál sín án þess að hinn sé að fetta fingur.

þetta er að sönnu gleiðiefni fyrir þá sem fá þá að halda stólum sínum en býsna sorglegt fyrir okkur hin því sagan er rétt að hefjast því nú tekur við herfðbundin efnahagsstjórn vinstri manna. Hún nefnist einu nafni, skattahækkanir.

Ballið er rétt að byrja því miður.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Anonymous

  Hver var það nú aftur ssm kom okkur í öll þessi vandræði?

 • Anonymous

  Er ekki Icesamningur Steingríms skárri en sá sem Geir og hans hyski vildu á því herrans ári 2008?Og já ekki má gleyma því hvernig við komumst í þessa aðstöðu.Sjálfstæðismenn eru rosalega flótir að fría sig í þessu hruni öllu.Ennþá eru á þingi AUÐkúlamenn í skjóli flokksins Þorgerður Katrín og Tyggvi Slúberts að ógleymdum Sjóðs 9 foringjanum Illuga hinum „góða“.Held að SjálftökuFlokkurinn ætti að taka til í sínum ranni.Röggi ef þú ert með pung stígur þú í pontu á næsta fundi ykkar og talar máli fólksins en ekki Flokksins.Ertu með pung?

 • Anonymous

  Æji búhú, vinstri stjórnin ætlar að hækka skatta. Þó það nú fokking væri! Sjálfstæðismenn væru þeir síðustu til að kvarta undan þeim ef þeir hefðu einhvern snefil af sómatilfinningu. Það er þó allavega einhver von til þess að skattbyrðin verði ekki þyngst á þá sem minnstu peningana eiga, ólíkt því hvernig skattastefnan var undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Fyrir nú utan það að það er Sjálfstæðisflokknum að kenna að það skuli þurfa að hækka skatta! Sjálfstæðisflokkurinn er, eins og venjulega, einungis á móti skattahækkunum á elítuna sína. Hræsnin í FLokknum er með ólíkindum. Hvernig væri að allir þeir sem kusu yfir okkur Sjálfstæðisflokkinn aftur og aftur, héldu bara kjafti og skömmuðust sín? Sjálfstæðismenn sem blogga svona eru annaðhvort hálfvitar eða skíthælar, nema hvort tveggja sé.

 • Anonymous

  Sjálfstæðisfólk, sem enn fylgir FLokknum þarf endilega að fara í þessa meðfeð sem f.v. Háskólarektor talaði um í Silfrinu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann tók trú á Guð og langar að skrifa um það, þá reynslu sem er eins og náð Guðs. Ný á hverjum degi....
RSS straumur: RSS straumur