Miðvikudagur 21.10.2009 - 20:18 - 11 ummæli

Hvenær er starfsmaður starfsmaður?

Páll Magnússon forstjóri RÚV blandar sér í umræðuna um Egil Helgason og hlutleysi hans eða öllu heldur skort á því. Ég játa það að ég þekki ekki reglurnar um hlutleysi en mér finnst röksemdafærsla forstjórans merkileg.

Hann segist ekki bera ábyrgð á miðlinum sem Egill bloggar á og því séu reglur RÚV um hlutleysi ekki brotnar. Skilur þetta einhver? Hættir fólk sem vinnur hjá Páli að vera starfsmenn hans þegar það er ekki í útvarpshúsinu?

Reyndar rekur mig minni til þess að ráðherra einn hafi reynt að halda því fram að hann geti haft skoðanir á þjóðmálum sem manneskja en ekki sem ráðherra. það er kannski það sem Páll á við.

Skoðanir hans og afstaða sem hann hefur á Eyjunni og í andsvörum á bloggsíðum hingað og þangað eru bara þar. Þar fer ekki sjónvarpsmaðurinn heldur bloggarinn á Eyjunni. Þeir menn eru alls óskyldir….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Anonymous

    Hvernig litist þér á að vinnuveitandi þinn færi að skipta sér af blogginu þínu hér á eyjunni?

  • Anonymous

    Buon lavoro.Tu piace al Capo.

  • Anonymous

    „Skilur þetta einhver? Hættir fólk sem vinnur hjá Páli að vera starfsmenn hans þegar það er ekki í útvarpshúsinu?“Ég skil nú ekki hvað það er sem ekki er hægt að skilja hér. Augljóslega er Egill ekki í vinnunni þegar hann er ekki í vinnunni!Eða er krafan sú að menn megi ekki hafa skoðanir og tjá þær opinberlega ef þeir ráða sig í vinnu hjá Ríkisútvarpinu?Og Egill er ekki ráðherra og það hlýtur að vera augljóst mál að það gilda annarskonar reglur um ráðherra eða dómara, eða fólk sem sinnir slíkum ábyrgðarstöðum í samfélaginu og þáttastjórnendur. Eða hvað?

  • Anonymous

    Hvenær er körfuboltadómari körfuboltadómari?

  • Anonymous

    Hvað er svona erfitt að skilja? Egill er stjórnandi spjallþáttar um stjórnmál, hann þarf ekki að vera hlutlaus. Raunar er fáránlegt að ætlast til að hann sé hlutlaus og láti ekki í ljós skoðanir sínar. Hins vegar á hann að leyfa öllum helstu sjónarmiðum að koma fram í umræðum í þættinum. ef hann vill vera trúverðugur sem stjórnandi. Á þessu tvennu er reginmunur (og það má alveg deila um hvort honum tekst hið síðarnefnda).

  • Anonymous

    Það sem launamenn gera fyrir utan vinnutíma kemur vinnuveitanda ekki við (nema að það sé ólöglegt athæfi).Ég er grunnskólakennari og kenni m.a. efnafræði. Þegar ég ræði við nemendur mína um álframleiðslu þá geri ég það með hlutlausum hætti, ræði kosti og galla án þess að taka afstöðu. Á bloggi mínu er ég á móti álverum. Ætti skólastjórinn minn að skipta sér af mínu bloggi og banna mér að taka afstöðu?

  • Anonymous

    Guðmundur 2. GunnarssonÞætti mönnum þá ekki líka eðlilegt ef að 4 bókaforlög væru starfandi í landinu sem hétu S, V, D og B, og að það hafi alltaf ríkt mikil og hörð samkeppni á milli þeirra, en þó að S og V hafa alltaf reynt að klekkja á D og B, vegna gerólíkra áherslna í útgáfumálum, að allt væri í himna lagi ef að Egill stjórnaði bókmenntaþættinum Kiljunni á Rúv, sem allir landsmenn eiga og þess vegna ætti hann samkvæmt reglum að gæta hlutleysis í val bóka sem þar er fjallað um, sem og með val viðmælenda. Egill hefði margoft bloggað um hversu ömurlegir höfundar og bókmenntirnar eru frá D og B, og sakað þá um að vera að reyna að ganga frá bókmenntunum dauðum. Líkurnar á að hann leggi sig fram að finna bestu bækurnar frá D og B, á móti bestu frá S og V eru ekki endilega mjög miklar. Jafnvel að allir fái sama vægi í umfjöllun með jafn mörgum bókum, er ekki heldur mjög líklegt. Ekki heldur með að endilega fjalla um bestu bækur D og B heldur þær sem fá hauskúpu og 1 til 2 störnur, en gætt að aðeins er fjallað um 5 stjörnu bækur S og V. Hugsanlega þætti mönnum ekkert óeðlilegt við slíkt „hlutleysi“ í sjónvarpi allra landsmanna?

  • Anonymous

    Hvað varðar Egil Helgason þá hefur hann að mestu haldið fagmennsku sinni í gegnum hrunatímabilið en alls ekki alltaf.Mistök Egils eru þau að þegar sem mest gekk á þá varð hann afar valdamikill og átti það til að siga illa upplýstum lýðnum á hina ýmsu menn. Hann varð yfirdómari í dómstól götunnar og höndlaði ekki þau völd sem hann fékk upp í hendurnar.Egill áttaði sig ekki á því að allt líður hjá, líka þau miklu völd sem hann hafði en réði ekki við.Hann hafnaði ítrekað þeim skilningi og þeirri staðreynd að við værum öll á sama báti og vildi sjá blóð renna og ábyrgð falla. Hann áttaði sig ekki á eigin ábyrgð sem fjölmiðlaður Íslands númer eitt og tekur gagnrýni afar illa.Hann áttaði sig ekki heldur á því að árásir hans á saklaust fólk og fyrirtæki kæmi síðar meir í bakið á honum síðar meir.Það mun klárlega gera það og þá er ég ekki aðeins að tala um mafíu Sjálfstæðismanna og náhirðar Davíðs heldur alla hina sem hann veittist að og fjölskyldur þeirra. Egill skaðaði margar fjölskyldur þegar mesta æðið var á honum og sá ekkert athugarvert við það.En eitt það versta við Egil faglega er sú augljósa staðreynd að hann hefur ekki hundsvit á viðskiptum almennt. Öll umræða hjá honum um peningamál, viðskipti og efnahag þjóðarinnar er mörkuð afar litlum skilning (barnalegur) og hann getur ekki gegnt þeirri grunnskyldu blaðamanns að setja sig inn í mál og draga ályktanir byggðar á þeim rannsóknum.Egill hefur allt tímabilið, bæði fyrir og eftir hrun, fallið í Hagfræði 101 og ætti að halda sig við dægurmál og bókmenntir.Svo vonar maður auðvitað, að einn góðan veðurdag, þá muni Egill geta horft í eigin barm, farið sjálfskoðun, og séð hversu illa hann brást sem blaða-og fjölmiðlamaður þjóð sinni fyrir hrun.Egill lét eins og hann hefði ekki fæðst fyrr en 6 oktober 2008 (og þá fullskapaður), ekki verið viðstaddur fram að því, og að öll árin frá t.d. einkavinavæðingu bankanna hefður ekki gerst á hans vakt.Egill verður að horfast í augu við þá staðreynd að hann brást þjóðinni sem fagmaður fyrir hrun með því að fjalla ekki um eigið samfélag nægilega gagnrýnum augum.Síðan klikkaði Egill á basic með því að gerast populisti á ögurstundu í sögu þjóðarinnar (eftir að bankarnir féllu og út þetta ár) þegar hann fékk einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða.Það eru því mun fleiri en hinir seku: mafía Skrýmsla-og náhirðar Sjálfstæðisflokksins sem telur sig eiga harma að gegna gagnvart Agli.Hinir saklausu, sem óvart lentu í skotlínu Egils Helga, fallbyssufóðrið, eiga eitt og annað ósagt við Egill og bíða síns tíma því Egill neitaði þeim um fair trial fyrir dómstóli götunnar á sínum tíma.

  • Anonymous

    Egils heilkennin?

  • Anonymous

    Hóst, Gísli Marteinn, hóst.

  • Anonymous

    Öll erum við í mörgum hlutverkum sem tilheyra einkalífi og vinnu. Hjá því verður ekki komist. Það sem skiptir máli er hvernig við förum með okkar persónulegu gjörðir og skoðanir í hinum mismunandi hlutverkum. Þar er einstaklingsbundið hvað hverjum og einum finnst passa. Flestum, sérstaklega þjóðþekktum einstaklingum, er þó ljóst að þetta er töluverð ábyrgð að bera. Það er vandmeðfarið hlutleysið. En það getur líka verið erfitt fyrir aðra að slíta gjörðir og skoðanir einstaklingsins úr samhengi við persónuna þegar hún er við störf á vettvangi þar sem hlutleysis skal gætt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur