Þriðjudagur 27.10.2009 - 21:42 - 4 ummæli

Ríkisstjórn á eindaga.

Nú gengur maður undir manns hönd til að reyna að bjarga friðnum á vinnumarkaði. Að ríkisstjórninni undanskilinni reyndar en hún vill helst vera fyrir og mikið held ég að nú reyni á langlundargeð Samfylkingar. Þeir Sjálfstæðismenn eru til sem telja að sniðugt væri að vera í samstarfi við VG en ég tilheyri ekki þeim hópi. Efnahagspólitík þeirra er bara þannig og ósveigjanleiki.

Með efnahags og atvinnustefnu sinni er ríkisstjórnin að bíta aðila vinnumarkaðarins algerlega af sér og þá er líf hennar búið. Vel má vera að takist að halda einhverju lífi í samstarfinu út veturinn þrátt fyrir fullkomið ósætti um alla hluti ef friður helst á vinnumarkaði.

VG er í kjörstöðu núna. Leiðtogalaus Samfylking engist um í samstarfi sem hún vill ekki lengur vera í en kemst ekkert annað. Vinstri grænir ráða för eftir að þeir slepptu Samfylkingu lausri í ESB málinu og Steingrímur hefur aftur náð nokkrum tökum á flokknum sínum. það sést meðal annars á því að hann lyfti ekki fingri til varnar Svandísi fyrr en óróa deildin var orðin sátt og innri friður í VG nánast tryggður. Allt er það þó fallvalt eins við höfum séð.

Brátt mun Steingrími vaxa sjálfstraust á ný og hefja eyðileggingarstarf á aðildarumsókn okkar að ESB. það verður þó ekki fyrr en við höfum að mati VG tryggt okkur nægilega mikið af okurlánum frá ESB/AGS.

Samfylkingin hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu ekki sé hægt að vinna með VG í þeirri stöðu sem við erum í en kemst bara ekkert. Takist ekki að tryggja frið á vinnumarkaði stefnir í kosningar fyrr en margan hefði grunað.

En eitt er alveg víst að það eina sem heldur þessum flokkum saman enn er löngunin til að vera í stjórn og kannski er eitthvað eftir af gamla draumnum um tandurhreina vinstri stjórn.

Sá draumur er að breytast í martröð Samfylkingar og við vitum alveg hvernig sá flokkur vinnur þegar þannig stendur á.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Vel skrifað Röggi og hárrétt. VG eru bara ekki stjórntækir geðveikin þar er of mikil.

  • Anonymous

    Það er alveg ljóst að ef það á að reyna að byggja hér upp samfélag þar sem hagsmunum allra er borgið þá verður þessi ríkisstjórn að vera við völd. Það er algert forgangsatriði að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda aftur. Hann er upphaf og endir á öllum okkar vandamálum og eins og málflutningur forustumanna hans er nú um stundir þá hefur ekkert breyst. Þetta fólk kann ekki að skammast sín og í raun er þeim skítsama um almenning í landinu þeirra markmið er bara að bjarga rassinum á sjálfum sér og auðvaldinu.

  • Anonymous

    Merkilegt hvað margir eru forhertir í sértrú sinni á sósíalinn.Allt slæmt kemur hinum megin frá!!!Hver er það sem tapar mest á því flækja skattareglur, auka skatt og hindra alla uppbyggingu sem getur veitt fólki spennandi atvinnutækifæri???Það er auðvitað almenningur. Sauðsvartur almúginn! Þeir sem eiga peninga er nokk sama. Eiga nóg hvort eð er og lögfræðingarnir bjarga þeim í reglugerðaflóðinu.Það er algjört forgangsatriði að losna við Sósíaldemokrata!!!

  • Nei, formaður ykkar er á eindaga. Það er verið að gera það sem þarf að gera ekkert annað. Sama hver hefði verið í stjórn þá hefði niðurstaðan alltaf orðið þessi, því miður. Ríkiskassinn er tómur og til að fjármagna samneysluna þá þarf að gera tvennt skera niður og auka skatta – þetta eru engin eldflauga vísindi. Það er það sem er svo skuggalegt við trúarfarið hjá ykkur. Þið íhaldsmenn haldið að vandamálin munu bara gufa upp ef þið væruð við völd – NOT. Hvernig ætlaði Gunnlaugur að skera niður í Heilbrigðisráðuneytinu sínu? Með einhverri „hit & run“ aðferðarfræði, sem segir reyndar ansi mikið um sjallana og þeirra stjórnunarstíl. Frekar vel ég sósialista sem er með hjartað á réttum stað í niðurskurð, maður veit allavega það er ekki hugleysi og valdhroki þar á ferðinni. Þessi pistill þinn lýsir innilegri óskhyggju um að öll vandræði gufi bara upp. Það er bara ekki að fara gerast. Að koma Íslandi á koppinn aftur verður ekkert nema vinna og fórnir. Eitthvað sem mönnum með silfurskeiðar hrís hugur við, óskin um bláu pilluna er svo miklu betri.Kv.Magnús Bjarnason

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur