Þriðjudagur 10.11.2009 - 14:08 - 9 ummæli

Vinstridelluhagfræði

það er að gerast fyrr en ég ætlaði. Ég átti von á að menn myndu þrjóskast við í eitt til tvö ár áður en þeir viðurkenndu að það hefðu verið mistök að hleypa vinstri mönnum lausum að stjórn landsins.

Hinar hefðbundnu lausnir vinstri manna eru herfilegar í góðæri en algerlega ónýtar við þær aðstæður sem nú eru. Nú skal allt drepið niður með glórulausum skattahækkunum og fólki sagt að það sé eina leiðin. Þarna eru flokkarnir tveir að rísa undir loforðum og væntingum kjósenda sinna og…

…skattar atvinnulífið upp úr öllu svo Steingrímur og co þurfi að punga meiru fé út til atvinnulausra því þannig og aðeins þannig endar þessi hrunadans, með auknu atvinnuleysi. Svo verður fiktað í tekjuskattinum eftir áramótin. Þær eru víða matarholurnar hjá skattastjórninni góðu.

Núna þarf niðurskurð hjá hinu opinbera og svo aðeins meiri niðurskurð. Mesta skömm okkar Sjálfstæðismanna er hvernig ríkið blés út undir okkar stjórn og við verðum að hysja upp um okkur buxur þegar við komum aftur að landstjórninni næsta sumar í síðasta lagi.

Einhverjir halda að næstu kosningar muni snúast um skýrslu rannsóknarnefndar þingsins og hrunið. það held ég ekki enda er ég þess fullviss að þeir sem þar fá helst á baukinn eru ekki stjórnmálamenn heldur krimmarnir í bönkunum.

Nei. Við munum kjósa um efnhagsmál. Kjósa með buddunni sem verður galtóm eftir einn vetur af delluhagfræði vinstri manna sem ætla að nauðlenda flugvélinni í stað þess að reyna að bæta eldsneyti á mótorinn.

Þessari ríkisstjórn finnst betra að ganga milli bols og höfuðs á okkur með skattaofbeldi í stað þess að skera niður. Nú dugar ekkert hægri vinstri kjaftæði lengur því við öll eigum allt undir því að takist að vinda ofan af þessu.

það er enginn önnur ríkisstjórn að reyna þessi gömlu ónýtu trix í baráttunni. Hér segja menn að vandinn sé svo mikill að ekkert sé að marka. það eru skemmtileg öfugmæli að vandinn sé svo mikill hér að við þurfum ekki að grípa til samsvarandi aðgerða og aðrar þjóðir gera til að laga mun minni vanda sem er þó af sama toga.

Ekki dugir að senda léttadrengi í fjölmiðla til að berja á fulltrúa launþega og annarra sem sjá hvert stefnir og ekki dugir heldur að benda bara út í loftið og segja endalaust að vandann hafi annar búið til.

Lausnina hefur þessi ríkisstjórn ekki tiltæka og vonandi verður skaðinn af ranghugmyndunum ekki óbætanlegur.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Anonymous

    Hagfræði hægri manna hefur gert stórkostlega hluti fyrir Ísland.

  • Anonymous

    Geisp! þessir brandarar þínir eru að verða dálítið fyrirsjáanlegir.

  • Já mikið væri nú dásamlegt að fá hagfræði Sjálfstæðisflokksins aftur. Það hefur reynst okkur svo frábærlega undanfarin ár. Ef að þessi vinstri vitleysa heldur áfram gæti þetta endað með geigvænlegri yfirskuldsetningu heimila og fyrirtækja og síðan alherjar kerfishruni sem hefur í för með sér hrun gjaldmiðilsins, rýrnaðann kaupmátt og atvinnuleysi og fleiri vandamál. Nei bíddu, er það kannski búið að gerast? Hver var að stjórna þá?

  • Hey! Ég veit…. prufum nýfrjálshyggju Sjálfstæðismanna!!

  • Anonymous

    Hvernig væri að hækka bara skatta á fíflin sem að kusu þessa hálfvita til að stjórna landinu. Þegar að það er nú þegar búið að minnka tekjurnar okkar með hækkun lána, hækkuðu matarverði og ofurvaxtastefnu. Hvernig væri ef að ráðtöfunartekjur okkar yrðu auknar til að við gætum aukið neyslu sem að skilar sér aftur í ríkissjóð og minnkar atvinnuleysi sem að lækkar greiðslu í atvinnutryggingarsjóð. Þetta er ekkert rosalega fyndið að hlusta á þenna hræðsluáróður sem að vinstri flokkarnir eru að troða á okkur.

  • Anonymous

    Eru engin takmörk fyrir því hvað menn geta verið gleymnir?Röggi, svona þér að segja: Íslenskt hagkerfi hrundi fyrir rúmu ári síðan – tæpu hálfu ári áður en núverandi ríkisstjórn tók við!Eftir það hrun lágu fyrir milljarða skuldir íslenskt þjóðarbús sem var draumur einn að hægt væri bara að skilja eftir í útlöndum!Það eru bara lélegir menn sem kenna öðrum um skaðann sem þeir valda!Og talandi um Delluhagfræði: Hvernig var það, áttu menn ekki að fara að vilja borga alla sína skatta á Íslandi með skattalækkunarstefnu Sjálfstæðisflokksins (n.b. skattalækkun á hæstu laun, ekki lægstu) Segðu mér, Röggi, hvernig var þetta á síðustu árunum fyrir hrun – ég man ekki alveg… var það ekki þannig að menn höfðu aldrei komið tekjum sínum jafn mikið fyrir í skattaskjólum erlendis og eftir að skattar voru lækkaðir?!?Er það ekki delluhagfræði?

  • Anonymous

    hvernig í ósköpunum tengist það að fólk greiði sæmilega lága skatta og fyrirtæki því að allt hrundi hér? Þetta er bara bull og ekki hægt að svara öllum bara með að vísa til þess að í valdatíð xd hafi allt hrunið. Það getur ekkert útilokað hugmyndir. Skattahækkanir geta verið alveg jafn vitlausar þótt xd hafi aðhyllst skattalækkanir. Hrunið hér verður vegna þess að bankarnir urðu alltof stórir og eftirlit var engan veginn nógu gott. Þessu var leyft að gerast í einhverju samkrulli viðskipta og stjórnmála þar sem yfirvöld algjörlega brugðust. Það er sannarlega á ábyrgð Xd, sama hvað verður sagt um ábyrgð annarra. En að sköttum. Hafi skattlækkanir gert illt verra á þessum tíma hins ódýra fjármagns þá já, þær juku bólumyndun í hagkerfinu væntanlega, en rólegir að þau rök eigi við núna þegar það sárvantar fjármagn í umferð! Shit hvað öll þessi umræða er mikil della.

  • Anonymous

    Jamm, við erum í þeeari stöðu vegna delluhagfræði undanfarinna ára.

  • Anonymous

    Rétt Röggi.Vel mælt.Gleymum ekki heldur svikum sjálfstæðismanna með ríkisútþenslunni.Þurfum nýtt fólk þar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur