Föstudagur 13.11.2009 - 14:42 - Rita ummæli

ISG um Icesave

Auðvitað er Ingibjörg Sólrún óánægð með Icesave samningana. Og hún þekkir málið út í hörgul enda þetta mál á ábyrgð utanríkisráðherra flokksins í og eftir hennar tíð og auk þess hafði flokkurinn lyklavöld í ráðuneyti viðskipta.

Nú er heldur líklegt að Ingibjörg Sólrún verði bannfærð og sett í sama skammarkrók og forseti ASÍ og Mats Josefson. Þessu fólki hefur orðið það á að hafa skoðanir sem ekki passa aðgerðaleysisrikisstjórninni.

Varla er hægt að smyrja á þetta fólk annarlegum hvötum hvorki pólitískum né öðrum. Ég fylgist mað af andakt hvaða léttadrengir verða ræstir út til að reyna að setja ofan í við leiðtogann fyrrverandi.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur