Þriðjudagur 17.11.2009 - 08:47 - Rita ummæli

Hagavandinn

það ætlar að reynast þrautin þyngri að losa þau hreðjatök sem baugsfjölskyldan hefur. Nú er öllu tjaldað til og allir ræstir út til að verja vígið. Forstjóri Haga heldur hjartnæmar ræður um vinnuveitanda sinn og lýsir því nánast yfir að ef hann fær ekki að halda gullkálfinum sínum og beita ofurefli sínu muni matavöruverslun að likindum leggjast hér af.

Forystumenn ríkisstjórnar sem margir hafa fram til þessa haft allskonar skoðanir á afskriftum skulda eru nú skyndilega algerlega áhugalausir um slíka umræðu og telja sig ekki í stöðu til að hafa skoðanir. Hvernig stendur á því?

Vissulega er staðan snúin vegna þess að bankamenn hafa það verkefni helst að hámarka eignir versus skuldir. það er því beinlínis þeirra hagur að fyrirtæki eins og Hagar séu áfram með fáránlega markaðsstöðu og að þeir eigendur sem hafa mulið allt undir sig haldi áfram að gera það. þannig aukast líkurnar á því að meira fáist upp í skuldir.

Þær siðferðislegu spurningar sem brenna á þjóðinni vegna þessarar fjölskyldu ná ekki inn á borð bankastjóranna. Þeir eru í business og pólitíkusar geta varla ætlast til þess að þeir vinni skítverkin fyrir sig þegar kemur að því að setja og framfylgja eðlilegum leikreglum markaðarins.

Ég er einn af þeim sem vill ekki sjá pólitíkusa í bönkum en mér sýnist þó að eina leiðin til að koma í veg fyrir að þessi fjölskylda sitji áfram að skuldlausum kjötkötlum sé einmitt pólitísk inngrip því miður. Alveg afleitt staða…

… og líka vegna þess að við komumst ekki út úr vandanum nema að fella að stórum hluta niður skuldir atvinnulifsins sama hvað hver segir. Þetta held ég að margir skilji en samt er bara svo óþolandi að þessir örfáu aðilar sem settu okkur á hausinn haldi sínu striki.

Ég held að ég vilji gera undantekningar á öllum reglum til að reyna að koma í veg fyrir að það gerist,

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur