Fimmtudagur 19.11.2009 - 13:36 - 11 ummæli

Jónas og andúðin á XD

Jónas Kristjánsson er merkilegur fýr. Hann fjargviðrast yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa skoðanir á því hvernig rauða höndin fer um allt þjóðfélagið núna með skattaofbeldi þegar hið augljósa blasir við. Núna þarf að skera niður og það miklu meira en þetta fólk getur eða þorir. Jónas hefur ekki skoðanir á þeim tillögum sem flokkurinn kemur með enda er málefnaleg umræða aukaatriði þegar Jónas á í hlut.

Jónasi finnst kannski að kjósendur Sjálfstæðisflokkins eigi ekki rétt á skoðunum sínum eða tillögum. Ofstæki hans í garð Sjálfstæðisflokksins er inn í merg og bein en gleymska hans gagnvart Framsókn og Samfylkingu áunnin fötlun.

En ég er líklega að gera óraunhæfar kröfur til hans.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Anonymous

    Ofstæki andúðar Jónasar á Sjálfstæðisflokknun er svon jafn stór og hrifning þín er. Þannig að þið bindist heitum tilfinningaböndum. Kveðja Magnús

  • Anonymous

    Hvaða bull er þetta um skattaofbeldi. Þjóðin er að fara í að greiða niður afleiðingar óráðsíu og einkavinavæðingar Sjálfstæðisflokksins. Fólkið í landinu er að lenda í að greiða útrásarskatt sem þegar allt kemur til alls er í boði Sjálfstæðisflokksins vegna Sjálfstæðismanna. Við gleymum því aldrei.

  • Anonymous

    Alveg ástæðulaust að taka Jónas alvarlega. Það gera fáir.

  • Anonymous

    Líklega er verið að gera „óraunhæfar kröfur“ til þín að þú munir hvernig „bláa höndin“ fór ránshendi um þjóðfélagið og setti hér allt á hausinn. Hér er verið að taka til eftir valdaskeið XD ef þú hefur ekki áttað þig á því.

  • Anonymous

    Þó taka fleiri Jónas alvarlega en einhvern sjallafýr.

  • Rauða höndin versus bláa hendin! Hvor höndin skyldi nú vera skárri? Rauða höndin tekur nú til eftir þá bláu sem skyldi samfélagið í rúst. Mikil er trú ykkar og hollusta, ég virði það. Jónas gagnrýnir rauðu höndina óspart, lestu fleiri færslur eftir kallinn. Meikar oft sens og bergður öðru ljósi á málin, nokkuð sem veitir ekki af.

  • Anonymous

    Málið er að Jónas segir bara sannleikan á mannamáli, það virðist eitthvað fara fyrir brjóstið á ykkur Sjálfstæðismönnum.

  • Það er bara af svo mörgu að taka þegar maður vill gagnrýna xD …Íraksstríðið, heilaþvotturinn, einkavinavæðingin, „styrkirnir“, lygarnar, uppreisn æru…ég bara satt að segja skil ekki hvernig nokkur maður getur samsamað sig með xD kinnroðalaust.Ég skil stefnuna, frjáls markaður og allt það. Ég skil hvernig xD hefur gefið fólki tækifæri á að sleppa því að borga tekjuskatt og útsvar … ég skil meira að segja öll þau atriði sem ég taldi upp hér að ofan. Ég bara get ekki fyrirgefið því það hefur enginn beðist afsökunar.

  • Anonymous

    Það eru fáir sem taka Jónas blessaðan alvarlega með sitt geðvonskuraus.Nema einhverjir álíka geðvondir. Kv.Sigrún

  • Anonymous

    Röggi.Þú ert fífl.Farðu aftur í endurhæfingu. Hún hlýtur að virka einhvern tímann.

  • Anonymous

    Alveg ástæðulaust að hlífa Rögga, hann hlífir ekki þeim sem hann gagnrýnir……EN: að nota málfar og vera með orðaval sem minnir á óroskaðan ungling á gelgjuskeiðinu gerir menn litla! Þarf ekki að vanda málfarið á netinu???

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur