Föstudagur 20.11.2009 - 10:19 - 9 ummæli

Kattarþvottur KSÍ

Ég veit ekki hvort kattarþvottur er nægilega gott orð yfir lausnina sem KSÍ fann á vandanum með kampavínsfjármálastjórann en ég nota það samt. Þetta er enginn lausn og gerir ekkert annað en að veikja stöðu formanns KSÍ sem var framkvæmdastjóri þegar ballið stóð yfir. kannski kemst KSÍ upp með þetta svona en það verður innan gæsalappa því staða KSÍ og orðspor hefur beðið hnekki sem stjórnin reynir ekki að lappa upp á.

Stuðningsaðilar stórir og smáir munu hugsa sinn gang og ekki kæmi mér á óvart að formaðurinn ætti erfitt KSÍ þing fyrir höndum næst.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Ef KSÍ sem félag tekur ekki á stjórninni tekur félagið vörn klíkunnar fram yfir hagsmuni íþróttarinnar. Nú er að koma kosningar og erfið fjárlög fyrir ríki og sveitarfélög og svona mál er því líklegt til að minnka opinber fjárframlög til íþróttafélaganna verulega.

 • Anonymous

  Maðurinn gerði mistök, baðst afsökunar, borgaði allt til baka.Hvað er málið?Kannski VÆL?Gunnar G.

 • Anonymous

  Það hlýtur að vera frost í helvíti, ég og Röggi sammála!

 • Anonymous

  Eitt versta í málinu er, að stjórnin hefur kóað öll þessi ár í þeirri von að ekkert fréttist?. Hún er jafn sek. Ólafur

 • Anonymous

  Það er með ólíkindum hvað fólk nær að æsa sig upp í vandlætingu yfir fjögurra ára gömlum mistökum eins manns. Þeim hlýtur að vera létt fjárglæframönnunum sem falla í skuggann fyrir þessum syndasel.P.s. Það flýgur mikið grjót úr glerhúsum þessa dagana..Ásgrímur GUðmundsson

 • Anonymous

  Það væri forvitnilegt að sjá lista yfir útgjöldin á hinum KSÍ-kortunum.

 • Anonymous

  Þetta hljómar kannski sem væl í eyrum sumra – en líklegast ekki þeirra sem verja drjúgum hluta síns frítíma í sjálfboðaliðastörf fyrir knattspyrnuhreyfinguna í landinu. Að hórast um í útlöndum með opið krítarkort frá KSÍ er bara aðeins meira en stormur í vatnsglasi.

 • Anonymous

  Skondin umræða. Á sama tíma og margir fyllast vandlætingu og hrópa manninn niður þá velti ég því fyrir hvört að rökin sem að Röggi notar séu tæknilega þess eðlis að hægt sé að taka mark á þeim. Rökin er gildisfull og taka mið af hroka þess sem að telur sig vita betur þrátt fyrir að vera dómari að því er mér sýnist. Ég velti því líka fyrir mér hvört Rögga finnist það í lagi að íslenska ríkið borgi fyrir kosningaherferð forseta ÍSÍ og fyrrum formanns KKÍ á sama tíma og margir foreldrar hafa ekki peninga til þess að senda börnin í íþróttir. Annars held ég að þetta mál sýni fyrst og fremst að fjölmiðlar eru veiklundaðir og fjalla bara um það sem er auðvelt að nota í þeim tilgangi að skapa vinsældir. Röggi hvar er umræða fjölmiðla um íþróttir barna og unglinga?

 • Anonymous

  Ksí finnst allt í lagi að taka ekki ábyrgð á því að stjórnarmaður liggi undir grun um að kaupa konur í útlöndum. Á Facebook flykkist fólk í feminista-félagið vegna þessa máls. Bæði karlar og konur.Íslenskir karlmenn eru áratugum á eftir kynbræðrum sínum í Evrópu hvað varðar hugarfar til vændis. Þeir skilja ekki að mansal og skipulagðir glæpir eru mjög nálægt súlustöðunum. Umræða um þessi mál hefur ekki liðist hér á landi. Og þegar röksemdin um skipulagða glæpi er notuð gegn súlustöðum segja strákarnir hér á landi, það er ekki svoleiðis, þetta er bara listdans! En í þessu máli segir stjórn ksí: þetta var skipulögð glæpastarfsemi á staðnum!Almenn umræða þarf að fara fram í fjölmiðlum um afleiðingar vændis og mansals. Fjölmiðlar á Íslandi eru í eigu…. kaupmanna og útrásarvíkinga og siðferði þeirra er lýðum ljóst. Þið munið: þetta voru allt strákar (og ein systir og ein eiginkona).

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur