Sunnudagur 07.03.2010 - 14:00 - 1 ummæli

Af hverju breyttist samningsstaðan?

Líklega hef ég aldrei augum litið dapurlegri og rasskelltari stjórnmálamenn en Steingrím og Jóhönnu í sjónvarpi allra landsmanna í gærkvöldi. Þarna stóð fólkið sem hafði barið á þjóðinni í heilt ár með Icesave samningnum að reyna að lesa út úr niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Jóhanna hélt áfram að svívirða þjóð sína og Steingrímur var úti á þekju og augljóslega sleginn.

Steingrímur er sjóðaður maður og getur rausað lengi og mikið. Hann talar um ferli þegar hann er minntur á að hann og hans fólk hafi margsaagt okkur að betur yrði ekki gert. það er ferli í málinu og staðan hefur breyst sagði kappinn. það er laukrétt hjá Steingrími.

En af hverju hefur staðan breyst? Er það vegna einhvers sem ríkisstjórnin hefur gert? Nei, það er vegna þrautsegju stjórnarandstöðunna sem gafst ekki upp á því að halda uppi vörnum fyrir Ísland gegn eindreginni sókn ríkisstjórnarinnar fyrir hagsmunum viðsemjenda.

Þetta eru staðreyndir málsins og þegar Steingrimur reynir næst að tala um samningsstaðan hafi styrkst og breyst ættu fréttamenn að spyrja hann af hverju og hvernig og af hvaða völdum.

það er bara þannig að þó þau hafi verið fjarverandi þegar þóðin tók afstöðu í þessu máli þá voru þau svo sannarlega á vetfangi þegar þessi samningur var gerður og kynntur sem stórsigur.

Þá smán geta þau ekki af sér máð.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur