Sunnudagur 09.05.2010 - 15:12 - Rita ummæli

Beiting gæsluvarðhalds

Hún dálítið undarleg umræðan um gæsluvarðhaldsúrskurðina í yfir Kaupþingsmönnum. Mér sýnist ein skoðun eiga að vera gild og aðrar ekki. Alltof margir sem leggja orð í belg virðast telja að svona gæsla sé dómur yfir mönnum.

Og því fullkomlega eðlilegt að láta þessa skratta svitna smá á hrauninu. Þannig málflutningur er auðvitað út i hött þegar reynt er að ræða tæknileg grundvallaratriði málsins um gæsluvarðhaldsúrskurði.

Sumir hafa farið út í stórskemmtilegan samanburð. Nefnt ofbeldisfulla mótmælendur í sömu andrá og hvítflibbaglæpamenn bankanna. Sem betur fer er ekki til neitt í lögum sem fjallar um góða glæpi og vonda. Og þeir sem vilja ræða þessa nýjustu úrskurði eru ekki sjálfkrafa að leggja neina blessun yfir vinnubrögð þeirra Kaupþingsmanna.

Gæsluvarðhaldi er heimilt að beita að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. það er það eina sem skiptir máli. Þau skilyrði eiga við bæði háa og lága. það eiga allir að vera jafnir fyrir lögum og allur samanburður eins og hann birtist víða núna liðónýtt innlegg í umræðuna um beitingu gæsluvarðhalds.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur