Sunnudagur 16.05.2010 - 19:31 - Rita ummæli

Pólitísk misbeiting lögreglunnar?

Ég var á Austurvelli í gær. Þar var blásið til stuðningstónleika til handa níumenningunum. Blíðskaparveður og margir mættir enda góðgæti á boðstólum. Einn níumenninganna, Snorri minnir mig að hann heiti, fór með algerlega magnað ljóð sem mér finnst endilega að einhver ætti að koma á prent.

Fleiri níumenninga tóku til máls og reiðin er stór en hún beinist á köflum í undarlegar áttir. Ein yfirlýsingin var að lögreglunni sé beitt í pólitískum tilgangi. það er ekki rökstutt á neinn hátt en lýðurinn fagnar….

Hver beitir lögreglunni á pólitískan hátt og hvernig er slíkt framkvæmt? Ef réttarsalur myndi fyllast af fólki sem vildi trufla réttarhöld yfir bankaræningjum væri það þá pólitísk aðgerð lögreglunnar þegar hún sæi til þess að slíkt viðgengist ekki?

Ætli þingvörðum sé ekki nokk sama hvort fólk sem fyllir þingpalla og truflar þingstörf geri það af einum hvötum frekar en öðrum? það vantar ekki stóryrðin og skrautlega hugtakanotkun hjá reiðum mótmælendum.

En inntakið rímar bara ekki við raunveruleikann stundum þó áheyrilegt sé á útifundum. Og alls ekki þegar fullyrt er að lögreglunni sé beitt í pólitískum tilgangi.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur