Miðvikudagur 16.06.2010 - 13:43 - 2 ummæli

Leiðinlegur fótbolti

Flestir virðast sammála um að fótboltinn sem boðið er upp á á HM þyki bragðdaufur og þurr. Ég hef ekki séð nógu marga leiki reyndar en mig minnir að svona fari þessi mót oft af stað enda ekki gott að byrja keppnina með tapleik. Vonandi hressist Eyjólfur…

Ég velti því fyrir mér hvort hér séu á áhrif Jose Morinho að koma fram. Hann er númer eitt í bransanum og virðist ekki geta annað en unnið allt sem í boði er. Hvernig fótbolta spilar Morinho?

Hann spilar að mínu viti leiðinlegasta fótbolta mögulegan. Hjá honum snýst allt um að fá ekki á sig mark og sjá til þess að loka á andstæðinginn. Morinho gefur ekkert fyrir það að hafa boltann. Vörn vinnur mót…..

Árangursríkt er það sannarlega og árangur er vist það sem gildir. En skemmtanagildið er takmarkað nema fyrir þá sem horfa á fótbolta með vísindalegum gleraugum fagmannsins.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Þetta er bull, lið Mourinho hafa skorað meira en lið Wenger og Ferguson.Taking league data from his completed seasons in charge (i.e. where he was manager for the whole season) at Porto, Chelsea and Inter Mourinho’s teams average 1.85 goals a game. In his 14 seasons at Arsenal, Wenger averages 1.77 goals a game, winning the league in 97/98 with just 68 goals. Sorry Man United fans, Alex Ferguson is no better. He has averaged 1.76 goals a game since the inception of the Premier League in 1993/4. For once the “lies damn lies” are not in the statistics.Lastly I think it is the virus that runs through so much football analysis: plain old lazy journalism. It is easy to label a team with an epithet and repeat it continuously because the pundit hasn’t the required insight to say anything more interesting.http://www.theyorker.co.uk/news/sport/4843

  • Anonymous

    Sammála.Keppnin er hundleiðinleg.Fótboltinn langt í frá nógu góður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur