Föstudagur 25.06.2010 - 00:35 - Rita ummæli

Við Sjálfstæðismenn höldum landsfund um helgina. Það er á allan hátt nauðsynlegt og hollt og hinir flokkarnir myndu trúlega allir reyna það sama ef ekki væri þar allt í molum.

Pólitíska umræðan í dag snýst meira og minna um Sjálfstæðisflokkinn og stöðu Bjarna Ben. Það er vissulega ekki óeðlilegt en skýrist líka af því að vinstri mafían hvort sem hún bloggar eða gerir hefðbundna fjölmiðla vill leiða athyglina frá sínum eigin flokkum sem eru allir með böggum hildar.

Enginn formaður Sjálfstæðisflokksins hefur fengið naumari heimamund en Bjarni Ben. Margir virtust búast við því að honum tækist á augabrgaði að snúa handónýtri stöðu í rennandi sigurgöngu á korteri. Það var alltaf óraunhæft og ósanngjarnt.

Bjarni virðist leggja sig fram um að halda flokknum saman eins og það er gjarnan kallað. Það gera fomenn flokka allir eins, alltaf allsstaðar. Með því að reyna að rétta öllum eitthvað. Hafa alla ánægða. Þetta er skiljanlegt upp að vissu marki og örugglega rétt byrjun hjá Bjarna.

Nú er komið að því að Bjarni breytist úr formanni flokksins í fullskapaðan leiðtoga en það er ekki endilega sami hluturinn. Það gerir hann ekki nema með því að taka kröftugt frumkvæði í stórum málum sem liggja fyrir. Það verður ekki auðvelt og varla án átaka en þannig verður það þá að vera.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur