Föstudagur 25.06.2010 - 14:55 - Rita ummæli

Flokkar í vanda

Stjórnmálaflokkarnir eru í vanda. Kannski ekki af sömu ástæðu allir en staðan er þó vond hjá þeim öllum. Þeir eru á taugum yfir velgengi brandaraflokksins í Reykjavík og þora sig hvergi að hreyfa. Þær áhyggur eru óþarfar að mínu mati og timburmenn þess brandara munu koma fram fyrr en síðar.

VG er eins og móðguð maddama sem skilur ekki óréttlæti heimsins. Steingrímur hélt að síðustu kosningar myndu súast um rannsóknarskýrslu og hrun banka. Það var misskilningur enda búið að kjósa um það einu sinni. Núna kaus fólk miklu frekar um mergjaðan rolugang VG og Samfylkingar við stjórn landsins. Þar er VG kennt um aðgerðaleysið og það með réttu. VG vill ekkert nema banna fólki að fara í ljós og skoða nektardans. Sú pólitík dugar ekki núna. Auk þess brennur flokkurinn innanfrá vegna þess að formaðurinn hefur eiginlega gleymt öllu sem VG stendur fyrir.

Samfylkingin er pikkföst í dauðagildru og kann með engu móti að finna leiðina heim. Vinstri bloggarar og fjölmiðlamenn reyna að tala um forystuvanda Sjálfstæðisflokks en mikið held ég að Samfylking vildi vera í stöðu Sjálfstæðismanna í þeim efnum. Samfylking þarf svo sannarlega á landsfundi að halda til að bæta ímynd sína og stöðu en enginn vegur er að gera það nú þegar flokkurinn er leiðtogalaus og kjarklaus með öllu og nýr ekki í sjónmáli.

Samfylking hefur það fram yfir VG og Sjálfstæðisflokk að vita upp á hár hvort hann vill í ESB eða ekki. Því miður fyrir flokkinn virðist þjóðin ekki vera samstíga í þessum efnum. það er vissulega bagalegt en hinir flokkarnir burðast með hinn endann á vandamálinu og þar er reynt að gera báðum fylkingum til hæfis við íllan leik.

Nú er ákveðið tómarúm sem kjósendur hafa fyllt með því að annað hvort mæta ekki eða kjósa yfir sig bara eitthvað annað en gömlu flokkana. Fyrir mér er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er best til þess fallinn að taka afgerandi frumkvæði og ná fyrri stöðu og það er alger nauðsyn eins og blasir við þessi misserin.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur