Laugardagur 26.06.2010 - 16:22 - 1 ummæli

Stjórnarmyndun í gangi?

Magnað að fylgjast með stofnunum stjórnarflokkanna þessa helgina. Þessir flokkar hafa geta ekki haldið landsfundi enda logar þar allt stafna á milli og og alger upplausn. Þess í stað eru haldnir minni rabbfundir sérvalinna gæðinga.

Niðurstöður þessara funda eru svo sér atriði. Fyrir þá sem ekki vita þá er ekki betur séð en að nú fari fram stjórnarmyndun. VG lýsir sig andsnúin flestu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera.. Og forsætisráðherra kemur með óskalista um mál sem hún nú telur nauðsynlegt að nái fram að ganga. Um hvað snérist samstarf þessa fólks hingað til?

Þessi ríkisstjórn er búin að vera. Fundir flokkanna nú um helgina eru fullkomin staðfesting á því. Stjórnarmyndunar fundirnir nú um helgina munu ekki skila neinu öðru en að opinbera sístækkandi gapið sem er milli flokkanna.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Hvað er fólk eiginlega tilbúð að fórna miklu bara fyrir tryggð sína við flokk á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Hugsið ykkur að ef við göngum í ESB þá lækka vextir á öllum lánum til heimilanna og fyrirtækja um 228 miljarða á ári, já 228 miljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem ég og þú eigum og verðum að vinna hörðum höndum fyrir og láta síðan af hendi við fjármagnseigendur. Að ganga í ESB yrði þess vegna mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman standa til boða. Hugsið ykkur einnig allar vinnustundirnar sem almenningur þarf að leggja á sig til að borga þessa 228 miljarða á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að vera ekki í nánara samstarfi við aðrar þjóðir, og husið ykkur einnig hve við gætum búið börnunum okkar betra líf ef ekki kæmi til þetta rán á hverju ári. Einnig má velta því fyrir sér allan þann frítíma sem fólk hefði ef það þyrfti ekki að vinna myrkran á milli til að borga þessa okurvexti. Áfram ESB!!!!Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli 1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára. 2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent. Sumir Íslendingar vilja borga sín lán með verðtryggingu og vöxtum 17 falt til baka, þ.e. þeir sem eru á móti því að ganga í ESB. Þessi kjör hér að ofan standa dönskum almenningi – og öllum Evrópubúum ef út í það er farið – til boða. Og þau eru öll óverðtryggð enda slíkt fyrirbæri óþarft í heilbrigðum hagkerfum. Þau sem sagt lækka í hvert skipti sem borgað er af þeim. Ef við tökum lán til 40 ára hér á landi og miðum við 5% vexti og 5% verðbólgu, sem sagt allt í fína lagi, þá þurfum við að borga hátt í 200 miljónir til baka á þessum 40 árum. Ef við tökum lán á evrusvæðinu 20 miljónir til 40 ára, þá þurfum við að borga 24 miljónir til baka. Hvort vilt þú?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur