Föstudagur 02.07.2010 - 14:59 - Rita ummæli

Ritsjórn Eyjunnar

Ritstjóri Eyjunnar Þorfinnur Ómarsson er vakandi og sofandi yfir öllu sem hann getur grafið upp neikvætt um Sjálfstæðisflokkinn. Nú gerir hann það að frétt að tveir menn sem hann telur þungaviktarmenn og hafi sagt sig úr flokknum vegna ESB afstöðu hans.

Svona sparðatíningur ritstjórans og ekki fréttir dag eftir dag er athyglisverður í mörgu tilliti. Og á meðan er hann auðvitað ekki að hugsa um fréttir af handónýtri ríkisstjórn sem er að gera allt vitlaust bæði með aðgerðum og aðgerðaleysi að maður tali nú ekki um síminnkandi fylgi bæði við hana og flokk ritstjórans sem er einmitt með inngöngu í ESB efst á lista….

Hann er vandrataður faglegi og hlutlausi meðalvegurinn…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur