Mánudagur 05.07.2010 - 09:43 - Rita ummæli

Egill Helgason er í heilögu stríði gegn Sjálfstæðisflokknum og öllum þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem vill lítið með ESB gera á þessum tímapunkti. Egill hefur auðvitað ekkert sérstaklega á móti þessum aðilum öllum í prinsippinu. Egill er enginn prinsipppmaður. Það hefur hann margsýnt í hin síðustu ár.

Egill fjargviðrast út í Björn Bjarnason og Styrmi Gunnarsson vegna þess að þeir leyfa sér að hafa skoðanir á mönnum sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum vegna afstöðunnar til ESB. Af hverju skyldu þessir menn ekki mega hafa skoðanir á því?

Egill Helgason er maður sem allt veit og hefur skoðanir á öllu hvort sem hann hefur vit til þess eða ekki. Hann hikar ekki við að draga menn í dilka og venjulega eru dilkarnir hans Egils tveir. Þeir sem hafa réttar skoðanir og þeir sem eru með þær rangar. Egill sjálfur tilheyrir rétttrúnaðarhópnum

Þetta er allt gott og rétt en mér finnst sniðugt hvað Egill lætur suma menn með sumar skoðanir umfram aðrar fara í taugar sínar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur