Þriðjudagur 27.07.2010 - 21:35 - 1 ummæli

Gálgafrestur framlengdur

Ég sit og klóra mér í kollinum og skil sem fyrr hvorki upp né niður í ríkisstjórninni. Núna hefur hún ásamt tussugóðum aðstoðarspunameisturum búið til plögg sem Jóhanna Sigurðardóttir las upp í dag að viðstöddum fjölmiðlamönnum.

Ríkisstjórn þessi hefur almennt ekki gert neitt og hún hefur sérhæft sig í að gripa of seint í rassinn sinn. Og þá helst ekki fyrr en allt bendir til þess að stjórnin springi. Önnur sjónarmið hafa litið eða ekkert vægi.

Óánægðir eru sáttir í dag og trúa því að viðskiptin með orkuna verði stöðvuð en ég sjálfur sé ekkert sem bendir til þess. Fýlupokunum í VG finnst þeir hafa unnið sigur enda skal málið skoðað…

Þá er friður í bili og ekki þarf að hafa áhyggjur af því í bráðina. Grundvallarskoðanir stjórnarinnar í Magma málinu eru engar. Ráðherrar og tveir flokkar sátu hjá og gerðu ekkert fyrr en það er líklega of seint. Ekkert hreyfði við þeim fyrr en það sem kallast nú grasrót VG hótaði að fella stjórnina og leit út fyrir að ætla að standa við það í þetta sinnið.

Þetta hefur sést áður. Ríkisstjórnin hafði ekki skoðanir á því hvernig bankarnir tóku á skuldavanda heimilanna fyrr en þeir voru ekki lengur í ríkiseigu. Þa bara datt andlitið af ráðherrum af hneykslan vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis bankanna.

Þessi stjórn virðist lifa frá einum degi til annars og tekur bara á einum vanda þegar hann kemur upp og hann kemur reglubundið upp. Það er vandinn við að halda áfram að fá að vera ráðherra í friði fyrir vandræðaliði hjá VG.

Í dag keyptu ráðherrar sér nokkra daga í viðbót og ef allt gengur upp jafnvel nokkra mánuði…..

Því miður segi ég.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Þetta er minnihlutastjórn. Verst hvað þeir sem störtuðu búsáhaldabyltingunni eru sáttir við hlutskiptið í dag. Láta alls kyns skrítnar tölur sem eiga að slá ryki í augu fólks plata sig.hvað með þær upplýsingar ríkisstjórnarinnar að kaupmáttur launa hafi aukist? Ok. ef menn eru að standa í meiriháttar fasteignakaupum, þá hefur hagur strympu vænkast síðasta hálfa árið, en allur almenningur er bara að kaupa bensín á drusluna, mat fyrir kvöldið, eiga fyrir sköttum o.þ.h. allt þetta hefur hækkað, þó fasteignaverðið hafi lækkað.Allir sjá að hagur almennings versnar með hverjum deginum. Enginn bjóst kannski við að hann myndi batna mikið, en með þeim stjórnarháttum sem er beitt þessa dagana, þá er verið að gera erfitt mál illt verra.Burt með þessa ríkisstjórn, út á hafsauga eða jafnvel lengra með hana. Þetta gengur ekki lengur svona. Hagvöxtur verður ekki skapaður með kostnaði, heldur með framleiðslu. Þessi ríkisstjórn er ekki með grundvallaratriðin á hreinu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur