Miðvikudagur 11.08.2010 - 15:55 - Rita ummæli

Gylfi Magnússon stendur í stórræðum blessaður. Hann sagði þjóðinni ekki frá því að lögfræðingur hefði komist að þeirri niðurstöðu að líklega væri gengistrygging lána ólögleg. Gylfi þagði um þetta og gott betur. Sagði þinginu liklega ósatt og um það verður aldrei nein sátt.

En ég velti fyrir mér, í hvaða stöðu var viðskiptaráðherra með þetta lögfræðiálit í höndum? Átti hann kannski að skella því á heimasíðu ráðuneytisins á þeim tíma? Var eki talsverð réttaróvissa um málið? Hvernig hefði farið fyrir Gylfa ef han hefði blásið þetta út og dómur hæstaréttar orðið á aðra lund en varð?

Var ekki eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu dómstóla enda fyrirséð að málið færi þá leið? Ég veit að Gylfi lítur ekki vel út núna tafsandi í fjölmiðlum og reynir að bulla sig út úr vandanum. En á hann sér engar málsbætur?

Þetta er sami söngurinn sem heyrðist þegar upplýstist að seðlabankinn hafi vitað af vonlítilli stöðu bankanna í ársbyrjun 2008. Þá komu eftirásérfæðingar og skildu alls ekki af hverju bankinn bara lét ekki þjóðina vita.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur