Miðvikudagur 25.08.2010 - 21:16 - 11 ummæli

Hver skilur Jón Bjarnason?

Er eðlilegt að ráðherrann Jón Bjarnason berjist fyrir þeim prýðilega málsstað að við göngum ekki inn í ESB úr stóli ráðherra? Ögmundur Jónasson virðist telja að svo sé og þar greinir okkur gróflega á.

Þegar anganin af ráðherrastólum bar fyrir vit VG skrifaði Jón Bjarnason undir sáttmála um stefnu. Eitt veigamesta atriðið í sáttmálanum var að ganga til viðræðna við ESB um mögulega aðild. Mér er stórlega til efs að þetta hafa farið fram hjá karlinum.

Ráðherrar berjast ekki gegn eigin sáttmála og stefnu. Sé mönnum þannig innanbrjósts er eina leiðin fyrir þá að hverfa úr stjórninni. Það kallast staðfesta og styrkur og þá geta menn haldið áfram baráttunni.

Fyrir mér er þetta barnalega einfalt mál enda hefði ég sjálfur hvorki geð eða nennu til að vinna með mönnum sem berjast gegn því sem þeir hafa nýlega fallist á að sé stefnan. Og enn síður hefði ég þrek til að sitja í stjórn sem ynni að málum sem ég væri eins afgerandi á móti eins og ráðherrann Jón Bjarnason.

Hver skilur Jón Bjarnason?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Anonymous

    Þú ert að dæma Jón Bjarnason allt of hart. Hann er eini ráðherrann með fullu viti í ríkisstjórninni. Það er laukrétt hjá honum að vernda t.d. íslenskan landbúnað og sjávarútveg á tímum sem þessum. Ef við myndum leggja niður landbúnað og flytja þetta dót allt saman inn, þá er hætt við að gengi krónunnar færi á skrið. Hvað þýddi það? Líklega færi þessi keðjuverkun af stað:a) allt innflutt yrði dýrara, það kæmi sér illa fyrir neytendur.b) hækkanir myndu auka verðbólguna. Kæmi sér líka illa fyrir neytendur.c) hækkun á verðbólgu þýddi að afborganir flestra lána myndu líka hækka, slæmt fyrir neytendur.d) þeir sem sitja neðarlega í goggunarröðinni s.s. öryrkjar og eldri borgara, þeir fara alltaf illa út úr verðbólgu þar sem bæturnar hjá þeim ná ekki að fylgja eftir kostnaði á framfærslu. Enn tapa neytendur.Þó ég sé hlynntur því að frelsi sé í verslun og viðskiptum, þá er þessi búvörusamningur sem Jón er að gera góður.Gleymum ekki að þó einhverjir dúdar fari að framleiða ís eða aðrar mjólkurafurðir framhjá kerfinu, þá eru litlar líkur á að neyslan aukist eitthvað að ráði. þetta myndi þýða að offramleiðsla færi af stað aftur. Við værum þá að greiða niður kjötfjöll og mjólkurfjöll. Það er þó skárra að greiða niður afurðir sem eru étnar, frekar heldur en að greiða niður landbúnaðarafurðir sem þarf að borga með, en enda síðan í brennsluofninum hjá Sorpu.Jón Bjarnason er lang skársti ráðherra ríkisstjórnarinnar, þó er hann ekkert sérstakur, en það segir meira um ríkisstjórnina en Jón Bjarnason.

  • Ekki skil ég Jón Bjarnason, hann virkar eins og afglapi eða flón. Það loðir dálítið við landbúnaðarráðherra að þeir virki dálítið 'tilbakestående'. Ögmundur sagði af sér sem heilbrigðismálaráðherra, vegna þess að hann gat ekki hugsað sér (þrátt fyrir allt) að styðja stefnu ríkisstjórnarinnar — hvorki í niðurskurði á heilbrigðiskerfinu, né aðildarumsókn að ESB.Bæði Ögmundur og Jón Bjarna lásu samt, skildu (væntanlega) og skrifuðu undir stjórnarsáttmálann – en ákveða þó að svíkja hann. Ekki mundi ég nenna að vinna með svona fólki heldur. Hvort sem ég væri með eða á móti ESB aðild Íslands.

  • Anonymous

    Hann Jón nafni minn er nú bara alveg ágætr. Ég er auðvitað nær aldrei sammála neinu sem hann segir, en hann í fyrsta lagi greiddi atkvæði gegn þessari ferð ríkisstjórnarinnar og er því ærlegur.Í öðru lagi er hann að benda á afar mikilvægt atriði.Ísland er ekki í viðræðum.Ísland er í aðlögun.Ríkisstjórnin hefur aldrei afgreitt málið með þeim hætti.Hvað þá samþykkt slíkt.

  • Anonymous

    Davíð Oddsson virðist skilja hann hreint prýðilega, þakka þér fyrir.

  • Anonymous

    Það fékkst staðfest í forystugrein moggaræfilsins í morgun (hafi einhver lesið þann auma snepil) að Jón Bjarnason hefur rangt fyrir sér. Sá, sem Davíð Oddsson talar vel um, getur ekki haft á réttu að standa, það er ekkert flóknara en það.

  • Anonymous

    Auðvitað á sá sem beinlínis er andsnúinn stefnu ríkisstjórnar í veigamiklu máli ekki að sitja í henni sem ráðherra. Þetta ætti Jón Bjarnason að taka til sín og standa upp úr stólnum hið fyrsta. Svo finnst mér hálffyndið að lesa fyrstu ummælin við þessa grein þar sem sagt er að landbúnaður leggist af á Íslandi, væntanlega ef við göngum í ESB. Hafa bændur ekki kynnt sér hversu háir styrkir eru veittir til landbúnaðar norðan 62 breiddargráðu í ESB? Hvernig má vera að greinin hér leggist af ef þeir hætta að fá beina styrki frá íslenska ríkinu en fá í staðinn hæstu mögulega landbúnaðarstyrki frá ESB?Eigum við ekki að bíða og sjá hvað kemur út úr viðræðunum við ESB og taka afstöðu til samningsins á grundvelli staðreynda. En menn á borð við Jón og Björn Bjarnasyni vilja ekki einu sinni leyfa Íslendingum að sjá hvað bíðst með inngögnu í ESB. Hvers konar afstaða er það eiginlega? Kúgun?

  • Anonymous

    VG áskyldu sér rétt til að berjast gegn ESB þrátt fyrir stjórnarsáttmála. Samspillingin getur verið fúl út í sjálfan sig fyrir að samþykkja það. En hvað gerir maður ekki til að komast í stjórn?

  • Anonymous

    Fyrsta kommentið hérna minnir mig svolítið á Jón Bjarnason í sjónvarpsviðtali; hann er spurður um eitthvað, en svarar öðru.Þannig er það í flestum fyrirtækjum að menn koma sér saman um stefnu. Þeir vinna svo að þeirri stefnu, SAMA hvort þeir séu sammála henni eða ekki. Ef þeir eru hróplega ósammála, þá finna þeir sér aðra vinnu.Þó er ekki nema von að sumir stjórnmálamenn skilji þetta ekki, enda hafa þeir margir aldrei þurft að vinna.kveðjur frá Heywood Jablome

  • Anonymous

    Jón Bjarnason er nákvæmlega að gera athugasemd við að við séum ekki að bíða eftir hvað komi út úr viðræðum við ESB. Össur er byrjaður að aðlaga þjóðina undir aðild, ÁÐUR en búið sé að sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum. Þarna er Jón að veita verðuga mótspyrnu.Það er skrýtið að heyra þessa miklu fylgjendur ESB, sem í einu orðinu tala gegn niðurgreiðslum íslenska ríkissins á landbúnaðarafurðum, en í hinu orðinu telja þeir að verð á landbúnaðarvarningi muni lækka, þar sem niðugreiðslur á íslenskum landbúnaðarafurðum muni verða svo miklar að það leiði til lækkunar á landbúnaðarvörum.Allir sem eru hlutlausir í þessu máli vita sem er, að landbúnaður á Íslandi mun að öllum líkindum leggjast af í stórum stíl. Iðnaður sem telur tæplega 20.000 manns mun leggjast af að stórum hluta. Sá sem er hlægilegur í þessari ríkisstjórn er ekki Jón Bjarnason eins og margir eru að ýja að. Jón Bjarnason er samkvæmur sjálfum sér. Össur Skarphéðinsson er hins vegar með svo bjánaleg komment varðandi ESB, að honum er vorkunn. Talandi um að 200 milljarðar sparist við aðild, þá er hann að tala um að helmingur ríkisútgjalda muni sparast!!! Trúir því einhver? Össur talaði líka við stækkunarstjóra ESB um daginn og sagði ríkisstjórnina standa þétt á bakvið aðild. Það hljómar í besta falli eins og nett apríl gabb.Hvað með þá fullyrðingu Össurar að styrkir í milljarðavís myndu renna í vasa íslendinga um leið og þeir færu í aðildarviðræður? Trúir því virkilega einhver? Össur er skoffín sem enginn trúir lengur. Jón Bjarnason er þó það sem hann segist vera. Það er þó hægt að bera virðingu fyrir þannig náungum, jafnvel þó menn séu ekki sammála þeim.

  • Anonymous

    Aðlögunarferli þjóðarinnar að Jóni Bjarnasyni er afskaplega erfitt.

  • Anonymous

    Sko Jón hélt að Össur væri bara að skreppa í kaffiboð til Brussel. Honum brá því í brún þegar Brussselingar vildu koma og fá kaffi hjá Jóni og spjalla svolítið um hvað þyrft að taka til í ráðuneytum kvóta og strykjakerfis. Ekki það að kvótar og styrkir séu Brusselingum á móti skapi. Það má bara alls ekki samræma. Það er sko alveg stórhættulegt. Það veit enginn hvernig á að hluta út styrkjum en íslenskir fyrirgreiðslupólitíkusar. Þeir eru alveg á heimsmælikvaða.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur