Laugardagur 28.08.2010 - 13:33 - Rita ummæli

Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur nú sagt af sér. Eitthvað mikið virðist hafa verið að síðuistu misseri hjá knattspyrnudeildinni og þetta því kannski eðlilegt. Ég gæti týnt til eitt og annað en farsinn í kringum ráðningu Gunnlaugs þjálfara á síðasta ári var toppurinn á vitleysunni, hélt ég.

Ég er ekki innanbúðarmaður og veit svo sem ekki allt en veit þó að árangur næst ekki með óstöðugleika og vandræðagangi utan vallar. Mér hefur fundist fráfarandi stjórn ætla að gleypa heiminn í einum bita og það dugar bara ekki. Jafnvel þó menn hafi efni á að kaupa það sem hugurinn girnist dugar það ekki ef grunnurinn er ekki til og sýnin aðeins sú að vera bestir á sem stystum tíma mögulega.

Þegar það svo spyrst út núna að menn séu að ráða Guðjón Þórðarson og gefa núverandi þjálfara kost á að fara strax eða eftir tímabilið er ekki óeðlilegt að aðalstjórn félagsins segi stopp. Hvurslags félagi vildu fráfarandi stjórnarmenn tilheyra?

Þessir menn réðu Gunnlaug með ærnum vandræðum og látum langt umfram það sem nauðsynlegt var. Þá var talað um uppbyggingu og nýja tíma, nýtt lið, þolinmæði. Gunnlaugur er óreyndur maður og hefur ekki náð fullum tökum finnst mér en ég spyr. Vissu þessir menn ekki af þessu? Hvar er framtíðarsýnin?

Ég fagna því ef tekist hefur að koma í veg fyrir þetta ráðabrugg. Ekki vegna þess að mér finnist Gunnlaugur vera rétti maðurinn eða Guðjón rangur. Ég vill bara ekki svona vinnubrögð. Ég nenni ekki að halda með svona liði. Ég vill reysn og að góð gildi séu höfð að leiðarljósi. Traust og trúverðugleiki.

Í yfirlýsingu fráfarandi stjórnarmanna er svo öllum sem hugsast getur þakkað samstarfið nema Gunnlaugi þjálfara. Það er örugglega vegna þess að Gunnlaugur hefur leikið í íþróttadeild RÚV

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur