Laugardagur 28.08.2010 - 13:55 - Rita ummæli

Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sagt af sér meira og minna öll ef ég skil þetta rétt. Það kemur mér ekki á óvart enda hver furðuákvörðun þessrar stjórnar undanfarin ár rekið aðra. Góð gildi eins og traust og trúverðugleiki hafa verið látin lönd og leið í leit að skyndiárangri.

Nú átti einn ganginn enn að finna hamingjuna með þjálaraskiptum. Ekki lítið sem haft var fyrir því að ná í núverandi þjálfara sem skildi fá nýtt lið og nægan tíma endi veitti ekki af því, hann er alger nýgræðingur í bransanum!

Engin framtíðarsýn eða tími til uppbyggingar. Það er ekki gamla félagið mitt sem ég hef haldið með

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur