Nú er það landsdómur sem er mál málanna. Verulega áhugavert mál frá ýmsum hliðum og við verðum öll að reyna að forðast að horfa á það út frá pólitískri stöðu. Mig langar mjög til að treysta löggjafanum til að leggja skynsamlegt mat á hlutina en reynist það erfitt.
Aðskilnaður löggjafa og framkvæmdavalds er stundað á Íslandi og er ekki til almennilegrar umræðu. Og nú á löggjafarþing sem situr og stendur eins og framkvæmdavaldið vill að fara að taka ákvörðun um það hvort tilteknir fulltrúar valdsins verði dregnir fyrir landsdóm.
Er ekki eitthvað bogið í þessu? Þetta er enn eitt dæmið um nauðsyn þess að við förum að notast við system sem gerir út á þrískiptingu valds. Við erum oft að rífast um afleiðingar en nennum ekki að tala um orsakir.
Röggi
þu hefur greinilega aldrei lagt þad a þig ad lesa stjornarskrana…