Laugardagur 02.10.2010 - 23:40 - 9 ummæli

Enn um mótmæli og efbeldi

Hún Heiða vinkona mín á DV bloggar í dag um mótmæli og ofbeldi. Við verðum seint sammála við Heiða um skilgreininguna á ofbeldi og ég verð að leggja orð í belg einu sinni enn um þessi mál.

Mótmælendur skýla sér oftast á bak við réttinn til tjáninga þegar þeir telja málsstað sínum best þjónað með ofbeldi. Ekki megi undir neinum kringumstæðum banna fólki að tjá sig hvort heldur það er gert með truflandi uppivöðslusemi eða eggjakasti að ég tali nú ekki um rúðubrot og svo framvegis…..

Réttur til þess að tjá skoðanir sínar nær ekki út yfir allt og allan annan rétt sem borgurum og eða opinberum aðilum er einnig tryggður. Kannski finnst Heiðu í lagi að ég og þeir sem eru mér sammála geri mér ferð á klukkustunda fresti eða svo og tjá skoðanir mínar á DV með eggjakasti og rúðubrotum eftir mínum eigin smekk.

Lærdómurinn sem draga má á af búsáhaldamótmælunum var meðal annars sá að besta leiðin er að mótmæla friðsamleg. Stigvaxandi ofbeldi eins og við sáum þar endar bara með hörmungum þar sem slagsmál við lögreglu, öryggisverði eða þingverði verður markmið en auðvitað alls engin nauðsyn.

það sem oft einkennir þá sem telja að eðlilegt sé að beita ofbeldi sem tjáningu er hentistefna. Ofbeldi sem á sparidögum er stundum kallað borgaraleg óhlýðni er alltaf réttlætanlegt ef málsstaðurinn er „góður“ en skilgreiningin á því hvað er góður málsstaður er svo handahófskennd eðlilega.

Kannski má hártogast um það eitthvað hvort hin eða þessu hegðunin sé alvarlegt ofbeldi eða ekki alvarlegt en eggjakast og rúðubrot er ofbeldi og um það ætti ekki að þurfa að rökræða.

Hugsum okkur að til væru hagsmunasamtök eiturlyfjainnflytjenda sem teldu að réttindi þeirra til að afla sér lífsviðurværis væri skertur mjög í hérlendri löggjöf. Hvernig ætli Heiðu litist á ef þeir hyggðust nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn sem borgara þessa lands til tjáningar með sama hætti og mótmælendur gerðu núna fyrir helgina? Auðvitað ýkt dæmi og bragðvont en hugsum um prinsippið….

Fer þá tjáningarfrelsið að snúast aftur um góðan málsstað eða slæman eða erum við þá kannski að tala um ofbeldi?

Þessari spurningu þarf að svara því þetta er grundvallarspurning. Ef einum er leyft að beita ofbeldi við tjáningu í hvaða formi sem það er hver ætlar þá að banna öðrum?

Svar óskast.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Anonymous

    Þarna er talað um ofbeldi er munur á ofbeldi og ofurefli? Bankar lána verðtryggt fella svo gengið þar til þeir teljast réttmætir eigendur hinnar veðsettu eignar löggan sér um ofbeldið fyrir þá til að koma fólki úr húsum sem bankar svíkja af fólki í lagi? alþingi setur lög um að örfáir eigi fiskimiðin fiskistofa og löggan beita ofbeldi til að hindra að veitt sé án þess að borga lénsherrum veiðigjald í lagi? fólk kýs misspilltlið á þing og má reina að reka það þegar það er ekki að vinna verk sem það lofaði að vinna?kv Tryggvi

  • Blessaður vertu það nennir enginn að svara þessu væli í þér. Ég held að þetta lið hafi bara haft gott af því að fá nokkur egg í hausinn. Kannski þau hafi vaknað. Kannski þau átti sig á því að okkur almennum borgurum er skítsama um Geir og Sollu en okkur er ekki sama um heimili okkar. Okkur er nákvæmlega skitsama um fjármagnseigendur og bankastofnanir en ekki um atvinnu okkar.

  • Ég skil ekki alveg hvernig þú skilgreinir ofbeldi en það fór ekkert slíkt fram í mótmælunum við þingsetninguna. Nei, eggjakast og rúðubrot telst ekki sem ofbeldi. Það er einnig algjört kjaftæði hjá þér að reyna að halda því fram að ofbeldi hafi orðið eitthvað markmið í búsáhaldamótmælunum. Ef það hafi verið eitthvað slíkt var það hjá mjög mjög mjög þröngum hóp.Ég hef oft farið að mótmæla og auðvitað friðsamlega og það sorglega við það er að ég hef séð lögregluna beita mun meira ofbeldi en hinn almenna borgara. Þá er ég bara að tala um það sem ég hef orðið vitni að. Til dæmis í Landsbankanum á föstudaginn. Þar beitti Lögreglan vægast sagt óþarfa hörku. Máli mínu til stuðnings um skort á ofbeldi er eftirfarandi úr frétt hjá rúv:“Einn mótmælandi var síðar handtekinn, fyrir að reyna að varna lögreglu frá því að slökkva í bálkesti sem nokkrir mótmælendur höfðu kveikt.“Já lögreglan myndi handtaka þá einstaklinga sem þeim þætti beita ofbeldi. Þannig að þetta er soldið skot út í bláinn hjá þér.

  • Anonymous

    Ég verð að vera nokkuð sammála þessum pistli hjá þér Röggi. Kannski hef ég hreinlega einum of háa standarda en það sem ég miða við þegar kemur að mótmælum er The Civil Rights Movement í Bandaríkjunum.Þegar svertingjar börðust fyrir mannréttindum sínum gerðu þeir það fyrir opnum tjöldum. Þeir skýldu sér aldrei á bak við dulargerfi, eins og svartliðarnir hér hafa gert, jafnvel þótt það ætti allt eins von á því að vera myrt eða pyntað af hvítum rasistum. Það versta sem svartliðarnir hér mega búast við er handtaka og skýrsla.Svertingjar í Bandaríkjunum ráku sína baráttu með mikilli festu, þunga, skipulagningu og aga en aldrei með ofbeldi. Það voru þeir sem voru beittir ofbeldi. Þess vegna skil ég ekki eggjakast og rúðubrot hér yfir hlutum sem skipta minna máli. Hvað heldur fólk að ávinnist með því. Ekki neitt.Ef fólk vill hjá alvöru breytingar þá kynnir það stefnuskrá um það, mótmælir núverandi stjórnvöldum á friðsamlegan en öflugan máta og býður sig mögulega fram á móti þeim. En ef þú vilt einfaldlega öskra þig hásan þá geturðu líka gert það en þú ert engu bættari daginn eftir.

  • Anonymous

    Þeir sem skýla andliti sínu henda steinum að kirkju og að fólki í skjóli tjáningarfrelsis eiga í raun enga virðingu skilið.Ef þetta væri á norðulöndum hefði þetta verið réttilega túlkað sem aðför að lýðræðinu sem það er og þetta er bara ómerkilegur skríll sem skýlir sér á bak við grímur.Það er mikið af reiðu fólki sem hefur farið illa í ástandinu hér sem aldrei myndi haga sér svona enda á þessi framkoma einungis fyrirlitningu skilið.

  • Sá eini sem fékk egg í höfuðið reyndist vera ungur prestur. Höggið var svo mikið að blæddi inn í hlustina.En þessi prestur var reyndar systir Ólínu Þorvarðardóttur, alþingismanns, og þar með líklega hluti af „þessu liði“ sem bara hefur gott af slíku.Hvað þarf margar árásir á Alþingi til viðbótar þar til eggin sem „þetta lið“ fær í höfuðið breytist í þunga grjóthnullunga?

  • Það er vissulega ofbeldi að kasta eggjum í fólk og brjóta rúður. Beiting ofbeldis er í raun aldrei réttlætanleg. Og þess utan virkar ofbeldi alls ekki vel sem tæki til að kalla á breytingar. Friðsamleg mótmæli og borgaraleg óhlýðni hafa hins vegar margsannað sig (man einhver eftir Ghandi?). Ofbeldi er því ekki bara siðferðislega rangt heldur líka slæmt verkfæri.

  • Anonymous

    Efbeldi?

  • Mótmælin eru tjáning skoðanna.Hvaða skoðanna er ekki alveg ljóst en flestir virtust vera að mótmæla því sem þeir kalla „vanhæft Alþingi“ og úrræðaleysi þess í ýmsum málum. Einhverjir í hópnum köstuðu eggjum og fleiru í Dómkirkjuna og Alþingishúsið og þingmenn og þá sem gengu með þeim þarna. Þið sem hér skrifið og teljið að þetta megi eða sé afsakanlegt ættuð að fjalla um það hvað ykkur findist um það að verða fyrir svona aðkasti. Má ég kasta eggjum í Jóa yfirmann minn þegar ég er ósammála honum um launin mín?Margir gagnrýna þingmenn og co fyrir að hafa farið bakdyramegin ínn í Alþingishúsið. Áttu þeir að ganga fyrir framan húsið svo væri auðveldara að kasta í þá?Er þetta góð og árangursrík leið til aukins lýðræðis?Af hverju stofnar þetta fólk ekki hagsmunahóp eða stjórnmálaflokk?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur